Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 10:30 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, dustar rykið af landsliðsskónum eftir þriggja ára fjarveru. Vísir/Arnar Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira