Brenndu banka i Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 15:33 Frá mótælunum í Beirút í morgun. EPA/WAEL HAMZEH Mótmælendur réðust að bönkum í Beirút og Trípólí í morgun og brenndu minnst sex þeirra til að mótmæla takmörkunum á úttektum úr bönkum í Líbanon. Mótmælendur kveiktu einnig í dekkjum og stöðvuðu umferð. Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt. Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt.
Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52
Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42