Eldur vegna rafmagnstækja í hleðslu Ágúst Mogensen skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun