Lopez sýndi nýju flúrin á Instagram í gær en ekki fylgdi sögunni hvort þau hafi fengið sér húðflúrin á sjálfan Valentínusardaginn. Á hennar má sjá nöfn þeirra beggja og staka ör en á hans má sjá tvær örvar og upphafsstafi þeirra hjóna.
„Skuldbinding er kynþokkafull,“ skrifaði söng- og leikkonan meðal annars undir myndina. Stjörnurnar voru par frá 2002 til 2004 en slitu þá trúlofun sinni. Þau náðu saman aftur árið 2021 og trúlofuðu sig aftur í apríl á síðasta ári. Þau giftu sig svo í Las Vegas í júlí svo þetta var þeirra fyrsti Valentínusardagur sem hjón.
Parahúðflúrin má sjá í Instagram albúminu hér fyrir neðan.