Nokkrar spurningar til skattayfirvalda um skattlagningu og skráningu almannaheillasamtaka Jónas Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2023 13:30 Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Skattar og tollar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun