Alþjóða ólympíunefndin kallaði fram hörð viðbrögð frá Úkraínumönnum sem og öðrum þjóðum með því að lýsa því yfir að stefnan væri að opna dyrnar rússneskt og hvít-rússneskt íþróttafólk á ÓL í París 2024.
Russian athletes should publicly denounce the war if they are to be allowed to participate in the 2024 Olympics, Kyiv mayor and former world boxing champion Vitali Klitschko told AFP Monday.https://t.co/5VIbfirLCr
— News9 (@News9Tweets) February 13, 2023
Úkraínumenn sögðu að þetta ætti ekki að koma til greina og sumir fóru svo langt að halda því fram að Alþjóða ólympíunefndin væri með þessu í raun að styðja stríðsrekstur Rússa.
Íþróttafólkið átti að fá að keppa á leikunum en yrði að gera það undir hlutlausum fána eða Ólympíufánanum.
Klitschko vill hins vegar að rússneskt og hvít-rússneskt íþróttafólk fái að keppa en aðeins ef að það fordæmir stríðið opinberlega.
„Rússneskt og hvít-rússneskt íþróttafólk getur ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum ef það segir ekki nei við stríðinu,“ sagði Vitalij Klitschko.
„Ef þau fordæma stríðið opinberlega þá ættu þau að mega að keppa,“ sagði Klitschko í samtali við AP-fréttastofuna.