Birtingarmynd sturlunar Haraldur Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 14:00 Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum komust menn að því, að það væri óskaplega mikilvægt að draga ný landamæri í Suðaustur-Evrópu, á svæði þar sem mörk ríkja höfðu áður verið dregin upp á nýtt, oftar en tölu verður á komið. Þetta var svo mikið sanngirnismál að mati þeirra sem að því stóðu að óteljandi mannslíf voru ásættanlegur fórnarkostnaður til að ná fram því réttlæti. Það voru reyndar líf annarra en þeirra sem stjórnuðu, sem fórnað var. Dæmigerð saga frá þessum árum var um þorp þar sem íbúar af ýmsu tagi höfðu lifað saman í sátt og samlyndi um langt skeið. Ósætti verður í fjarlægum borgum um hvoru megin þorpsins landamæri eigi að liggja og niðurstaðan verður sú, að helmingur íbúanna er drepinn, hinn helmingurinn leggur á flótta og þorpið er spengt í tætlur. Allir aðilar sem einhverju ráða telja þessar stórfelldu mannfórnir nauðsynlegar og að lokum nær réttlæti einhvers fram að ganga um hríð. Núna, aðeins örfáum áratugum síðar leggja menn drög að því að stroka út þessi sömu landamæri, því tíðarandinn segir að þau þvælist bara fyrir. Í augum flestra á Íslandi hlýtur þessi leikur að vera birtingarmynd sturlunar og nú brýst brjálsemin aftur út, dálítið austar að þessu sinni. Kjötkvarnirnar eru ræstar og þeir sem ráða telja ekki eftir sér að fórna nokkur hundruð þúsund manns til að ná fram markmiðum sínum. Fjöldi ríkja dælir olíu á eldinn eins og enginn sé morgundagurinn. Allt bendir til þess að þjóðirnar sem eigast við standi að baki stríðsherrunum, þó svo þeir afnemi fjöldamörg mannréttindi, lýðræði og annað sem þeim þykir standa í vegi skriðdrekanna. Þannig hefur þetta reyndar verið oft áður. Fjöldi manna mætir víða að til þess að fá svalað frumstæðum hvötum sínum á vígvelli, en að því marki sem það dugar ekki til, þvinga stjórnvöld saklausa borgara í veg fyrir byssukjaftana með furðu almennri velþóknun og aðdáun áhorfenda í nágrannalöndum og víðar. Eftir nokkur ár eða áratugi mun enginn skilja hvert tilefnið var. Að þessu sinni taka flest ríki Evrópu þátt og Evrópusambandið að auki, enda er annar stríðsaðilinn á hraðri leið þar inn. Það er sérlega eftirtektarvert, vegna þess að aðeins örfá ár eru síðan ákafamenn um að Íslendingar yrðu þegnar í Evrópusambandinu sóru við æru sína og ömmu, að það samband væri allt annað en hernaðarbandalag. Hlutur Íslendinga í þessu æði ætti umfram allt að vera að bera klæði á vopnin, eftir því sem tök eru á og alls ekki að kynda undir bálinu. Það verður stöðugt skýrara að engin leið er út úr þessu öngstræti nema með vopnahléi og samningum, en nú virðist allt stefna í mögnun átakanna með áframhaldandi eyðileggingu og mannfalli. Allt þetta minnir okkur svo á mikilvægi þess að láta ekki samfélög, þar sem villimennska ræður ríkjum, ná völdum á Íslandi. Höfundur er prófessor í veðurfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum komust menn að því, að það væri óskaplega mikilvægt að draga ný landamæri í Suðaustur-Evrópu, á svæði þar sem mörk ríkja höfðu áður verið dregin upp á nýtt, oftar en tölu verður á komið. Þetta var svo mikið sanngirnismál að mati þeirra sem að því stóðu að óteljandi mannslíf voru ásættanlegur fórnarkostnaður til að ná fram því réttlæti. Það voru reyndar líf annarra en þeirra sem stjórnuðu, sem fórnað var. Dæmigerð saga frá þessum árum var um þorp þar sem íbúar af ýmsu tagi höfðu lifað saman í sátt og samlyndi um langt skeið. Ósætti verður í fjarlægum borgum um hvoru megin þorpsins landamæri eigi að liggja og niðurstaðan verður sú, að helmingur íbúanna er drepinn, hinn helmingurinn leggur á flótta og þorpið er spengt í tætlur. Allir aðilar sem einhverju ráða telja þessar stórfelldu mannfórnir nauðsynlegar og að lokum nær réttlæti einhvers fram að ganga um hríð. Núna, aðeins örfáum áratugum síðar leggja menn drög að því að stroka út þessi sömu landamæri, því tíðarandinn segir að þau þvælist bara fyrir. Í augum flestra á Íslandi hlýtur þessi leikur að vera birtingarmynd sturlunar og nú brýst brjálsemin aftur út, dálítið austar að þessu sinni. Kjötkvarnirnar eru ræstar og þeir sem ráða telja ekki eftir sér að fórna nokkur hundruð þúsund manns til að ná fram markmiðum sínum. Fjöldi ríkja dælir olíu á eldinn eins og enginn sé morgundagurinn. Allt bendir til þess að þjóðirnar sem eigast við standi að baki stríðsherrunum, þó svo þeir afnemi fjöldamörg mannréttindi, lýðræði og annað sem þeim þykir standa í vegi skriðdrekanna. Þannig hefur þetta reyndar verið oft áður. Fjöldi manna mætir víða að til þess að fá svalað frumstæðum hvötum sínum á vígvelli, en að því marki sem það dugar ekki til, þvinga stjórnvöld saklausa borgara í veg fyrir byssukjaftana með furðu almennri velþóknun og aðdáun áhorfenda í nágrannalöndum og víðar. Eftir nokkur ár eða áratugi mun enginn skilja hvert tilefnið var. Að þessu sinni taka flest ríki Evrópu þátt og Evrópusambandið að auki, enda er annar stríðsaðilinn á hraðri leið þar inn. Það er sérlega eftirtektarvert, vegna þess að aðeins örfá ár eru síðan ákafamenn um að Íslendingar yrðu þegnar í Evrópusambandinu sóru við æru sína og ömmu, að það samband væri allt annað en hernaðarbandalag. Hlutur Íslendinga í þessu æði ætti umfram allt að vera að bera klæði á vopnin, eftir því sem tök eru á og alls ekki að kynda undir bálinu. Það verður stöðugt skýrara að engin leið er út úr þessu öngstræti nema með vopnahléi og samningum, en nú virðist allt stefna í mögnun átakanna með áframhaldandi eyðileggingu og mannfalli. Allt þetta minnir okkur svo á mikilvægi þess að láta ekki samfélög, þar sem villimennska ræður ríkjum, ná völdum á Íslandi. Höfundur er prófessor í veðurfræði.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun