Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 11:24 Stjörnur fá fúlgur fjár fyrir að leika í auglýsingum sem sýndar eru í tengslum við Super Bowl. Kansas City Chiefs unnu sigur í æsispennandi Super Bowl leik í nótt. Það skiptir þó ekki öllu máli því Ofurskálin svokallaða er gífurlega mikilvæg þegar kemur að auglýsingum. Mikill metnaður er lagður í gerð auglýsinga sem fylgja leiknum og er miklum fjármunum varið í framleiðslu þeirra og birtingu, þar sem hver sekúnda kostar gífurlega mikið. Margar auglýsingar hafa vakið sérstaka athygli þetta árið. Má þar nefna auglýsingu Dunkin Donuts, þar sem Jennifer Lopez gómar Ben Affleck við að vinna í bílalúgu. Auglýsing T-Mobile með Bradley Cooper og mömmu hans þykir skemmtileg og það sama má segja um auglýsingu Rakuten þar sem Alicia Silverstone endurvakti persónu sína úr Clueless. Bryan Crantston og Aaron Paul stungu aftur upp kollinum sem þeir Mr. White og Jessie úr Breaking Bad. Ben Stiller og Steve Martin reyndu að útskýra leiklistina og auglýsingar fyrir áhorfendum í auglýsingu Pepsi. Þá hefur auglýsing um Jesú vakið mikla athygli en hún er fjármögnuð af auðugum og áhrifamiklum fjölskyldum strangtrúaðra Bandaríkjamanna og gerð af samtökum sem hafa verið bendluð við pólitík á hægri ving Bandaríkjanna. Hér að neðan má sjá allar helstu auglýsingar gærkvöldsins. Þar sem það er í boði er notast við lengri útgáfur auglýsinga en birtar voru í sjónvarpi. Þetta eru margar auglýsingar svo þær gætu tekið smá tíma að birtast. Who doesn t know Tony Hawk ?! All customers get a FREE BET @DKSportsbook! Use promo code HART if you haven t signed up yet! #DKPartner pic.twitter.com/KRYPJl6U57— LOL Network (@LOLNetwork) February 12, 2023 Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikill metnaður er lagður í gerð auglýsinga sem fylgja leiknum og er miklum fjármunum varið í framleiðslu þeirra og birtingu, þar sem hver sekúnda kostar gífurlega mikið. Margar auglýsingar hafa vakið sérstaka athygli þetta árið. Má þar nefna auglýsingu Dunkin Donuts, þar sem Jennifer Lopez gómar Ben Affleck við að vinna í bílalúgu. Auglýsing T-Mobile með Bradley Cooper og mömmu hans þykir skemmtileg og það sama má segja um auglýsingu Rakuten þar sem Alicia Silverstone endurvakti persónu sína úr Clueless. Bryan Crantston og Aaron Paul stungu aftur upp kollinum sem þeir Mr. White og Jessie úr Breaking Bad. Ben Stiller og Steve Martin reyndu að útskýra leiklistina og auglýsingar fyrir áhorfendum í auglýsingu Pepsi. Þá hefur auglýsing um Jesú vakið mikla athygli en hún er fjármögnuð af auðugum og áhrifamiklum fjölskyldum strangtrúaðra Bandaríkjamanna og gerð af samtökum sem hafa verið bendluð við pólitík á hægri ving Bandaríkjanna. Hér að neðan má sjá allar helstu auglýsingar gærkvöldsins. Þar sem það er í boði er notast við lengri útgáfur auglýsinga en birtar voru í sjónvarpi. Þetta eru margar auglýsingar svo þær gætu tekið smá tíma að birtast. Who doesn t know Tony Hawk ?! All customers get a FREE BET @DKSportsbook! Use promo code HART if you haven t signed up yet! #DKPartner pic.twitter.com/KRYPJl6U57— LOL Network (@LOLNetwork) February 12, 2023
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira