„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 12:33 Ferðaskrifstofan auglýsir kosti Íslands í auglýsingunni, þar á meðal að dagpeninga sé hér að fá í nokkurn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður segir málið alvarlegt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. Ferðaskrifstofan Air Viajes birti auglýsinguna á Instagram fyrir skömmu. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð en þar nefndi starfsfólk ferðaskrifstofunnar fjölmarga kosti þess að koma hingað til lands. Af hverju er best að búa á Íslandi? Kostirnir eru margir; menntakerfinu og almannatryggingakerfinu er hrósað í hástert og þá kemur einnig fram að dagpeningar séu í boði í óákveðinn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd segir málið alvarlegt. „Ég hef haft efasemdir um það að sá mikli fjöldi flóttamanna sem hefur komið hingað frá Venesúela undanfarin misseri séu í raun flóttamenn í skilningi laganna; þeir séu hérna af efnahagslegum ástæðum í heimalandinu. Og það er ekki grundvöllur fyrir því að fá hér alþjóðlega vernd. “ „Ég byggi þetta meðal annars á samtölum mínum við nefndarmenn í flóttamannanefnd Evrópuráðsins þar sem ég sit fyrir Íslands hönd. Og þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu í Venesúela þar sem boðið er upp á ferðir til Íslands: Það er sagt að hér sé gott velferðarkerfi og peningar í boði við komuna til landsins, staðfestir bara það sem ég hef sagt í þinginu.“ Í auglýsingunni eru teknir saman punktar um góða kosti landsins. Skjáskot Birgir segir fjölda flóttamanna frá Venesúela hér á landi óeðlilegan. Í fyrra hafi komið um 1200 flóttamenn frá Venesúela hingað til lands, saman borið við 80 í Noregi. Hann hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í allsherjar- og menntamálanefnd. „Og ef rétt reynist að í Venesúela er iðnaður í kringum það að senda fólk á velferðarkerfið á Íslandi, þá verður að taka það föstum tökum. Það er ótrúlega bíræfið að mínu mati að geta verið að auglýsa ferðir hingað til lands þar sem verið er að dásama hér velferðarkerfið og peningar í boði þegar þú kemur til landsins, eins og segir í auglýsingunni, það er bara augljóst að það er einhvers konar iðnaður í kringum þann fjölda sem er að koma hingað til landsins, því miður.“ Alvarlegt mál Birgir segir óeðlilegt að þeir sem komi frá Venesúela fái fjögurra ára viðbótarvernd á meðan þeir sem koma frá Úkraínu, stríðshrjáðu landi, fái vernd í eitt ár. Það þarf að fylgjast mjög grannt með þessu ef niðurstaðan er sú að það er verið að senda fólk gagngert til að komast á velferðarkerfið, fólk sem er ekki í raun og veru flóttamenn heldur er að sækjast eftir betra efnahagslegu ástandi. Er þetta alvarlegt mál? „Það myndi ég svo sannarlega segja. Ef rétt reynist þá er þetta misnotkun á velferðarkerfinu á Íslandi og á því verður að taka,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Ferðaskrifstofan Air Viajes birti auglýsinguna á Instagram fyrir skömmu. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð en þar nefndi starfsfólk ferðaskrifstofunnar fjölmarga kosti þess að koma hingað til lands. Af hverju er best að búa á Íslandi? Kostirnir eru margir; menntakerfinu og almannatryggingakerfinu er hrósað í hástert og þá kemur einnig fram að dagpeningar séu í boði í óákveðinn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd segir málið alvarlegt. „Ég hef haft efasemdir um það að sá mikli fjöldi flóttamanna sem hefur komið hingað frá Venesúela undanfarin misseri séu í raun flóttamenn í skilningi laganna; þeir séu hérna af efnahagslegum ástæðum í heimalandinu. Og það er ekki grundvöllur fyrir því að fá hér alþjóðlega vernd. “ „Ég byggi þetta meðal annars á samtölum mínum við nefndarmenn í flóttamannanefnd Evrópuráðsins þar sem ég sit fyrir Íslands hönd. Og þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu í Venesúela þar sem boðið er upp á ferðir til Íslands: Það er sagt að hér sé gott velferðarkerfi og peningar í boði við komuna til landsins, staðfestir bara það sem ég hef sagt í þinginu.“ Í auglýsingunni eru teknir saman punktar um góða kosti landsins. Skjáskot Birgir segir fjölda flóttamanna frá Venesúela hér á landi óeðlilegan. Í fyrra hafi komið um 1200 flóttamenn frá Venesúela hingað til lands, saman borið við 80 í Noregi. Hann hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í allsherjar- og menntamálanefnd. „Og ef rétt reynist að í Venesúela er iðnaður í kringum það að senda fólk á velferðarkerfið á Íslandi, þá verður að taka það föstum tökum. Það er ótrúlega bíræfið að mínu mati að geta verið að auglýsa ferðir hingað til lands þar sem verið er að dásama hér velferðarkerfið og peningar í boði þegar þú kemur til landsins, eins og segir í auglýsingunni, það er bara augljóst að það er einhvers konar iðnaður í kringum þann fjölda sem er að koma hingað til landsins, því miður.“ Alvarlegt mál Birgir segir óeðlilegt að þeir sem komi frá Venesúela fái fjögurra ára viðbótarvernd á meðan þeir sem koma frá Úkraínu, stríðshrjáðu landi, fái vernd í eitt ár. Það þarf að fylgjast mjög grannt með þessu ef niðurstaðan er sú að það er verið að senda fólk gagngert til að komast á velferðarkerfið, fólk sem er ekki í raun og veru flóttamenn heldur er að sækjast eftir betra efnahagslegu ástandi. Er þetta alvarlegt mál? „Það myndi ég svo sannarlega segja. Ef rétt reynist þá er þetta misnotkun á velferðarkerfinu á Íslandi og á því verður að taka,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03