Einstakt fataherbergi Ingu Tinnu minnir á fataverslun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 11:30 Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í einstaka þakíbúð Ingu Tinnu Sigurðardóttur. Stöð 2 Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi DineOut, býr í þakíbúð í Borgartúni í Reykjavík. Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Ingu Tinnu og tók út þessa einstöku íbúð. Inga Tinna býr í sannkallaðri lúxus þakíbúð með stórum svölum, fallegu útsýni og heitum potti. Íbúðin er rúmlega 200 fermetrar og opnast lyfta beint inn íbúðina. Þegar Inga Tinna keypti íbúðina var hún tilbúin til innréttingar. Hún ákvað að fá ekki arkitekt í verkið, heldur hanna rýmin alveg sjálf. „Ég horfði á þetta og byrjaði að sjá rýmin svolítið fyrir mér en svo auðvitað bara þróaðist þetta með tímanum,“ segir hún. „Mig langaði alltaf að prófa eitthvað svona sjálf. Mig langaði alltaf í innanhússhönnun, þegar ég ákvað að fara síðan í verkfræðina. Ég ætlaði reyndar líka í leiklistarskóla,“ segir hin fjölhæfa Inga Tinna sem starfaði einnig sem flugfreyja. Inga Tinna hannaði rýmin sjálf.Stöð 2 „Pælingin var svona svolítið Manhattan style“ Eins og áður segir er íbúðin stór og ákvað Inga Tinna því að bregða á það ráð að brjóta hana upp með upphækkuðum pöllum. Íbúðin mátti vel við því, enda lofthæðin rúmir þrír metrar. Pallarnir eru svo lýstir upp og gefur það íbúðinni einstakt yfirbragð. „Pælingin var svona svolítið Manhattan style af því þetta er penthouse. Horfa ofan í stofuna, líka bara bæta útsýnið enn meira með því að vera hærra uppi,“ segir Inga Tinna. Í þessari lúxus íbúð er meðal annars að finna tvö baðherbergi og hvorki meira né minna en tvö fataherbergi, enda á Inga Tinna nóg af fallegum flíkum, skóm og töskum sem þurfa sitt pláss. „Þetta er alveg áhugamál og eins og með listina þá finnst mér föt líka vera ákveðin list,“ segir fagurkerinn Inga Tinna sem segir eyða töluverðum tíma inni í fataherberginu. Klippa: Einstakt fataherbergi Ingu Tinnu Heimsókn Hús og heimili Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fataherbergi sem Kardashian systur væru sáttar með Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 2. febrúar 2023 14:33 Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. 27. janúar 2023 10:31 Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21 „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Inga Tinna býr í sannkallaðri lúxus þakíbúð með stórum svölum, fallegu útsýni og heitum potti. Íbúðin er rúmlega 200 fermetrar og opnast lyfta beint inn íbúðina. Þegar Inga Tinna keypti íbúðina var hún tilbúin til innréttingar. Hún ákvað að fá ekki arkitekt í verkið, heldur hanna rýmin alveg sjálf. „Ég horfði á þetta og byrjaði að sjá rýmin svolítið fyrir mér en svo auðvitað bara þróaðist þetta með tímanum,“ segir hún. „Mig langaði alltaf að prófa eitthvað svona sjálf. Mig langaði alltaf í innanhússhönnun, þegar ég ákvað að fara síðan í verkfræðina. Ég ætlaði reyndar líka í leiklistarskóla,“ segir hin fjölhæfa Inga Tinna sem starfaði einnig sem flugfreyja. Inga Tinna hannaði rýmin sjálf.Stöð 2 „Pælingin var svona svolítið Manhattan style“ Eins og áður segir er íbúðin stór og ákvað Inga Tinna því að bregða á það ráð að brjóta hana upp með upphækkuðum pöllum. Íbúðin mátti vel við því, enda lofthæðin rúmir þrír metrar. Pallarnir eru svo lýstir upp og gefur það íbúðinni einstakt yfirbragð. „Pælingin var svona svolítið Manhattan style af því þetta er penthouse. Horfa ofan í stofuna, líka bara bæta útsýnið enn meira með því að vera hærra uppi,“ segir Inga Tinna. Í þessari lúxus íbúð er meðal annars að finna tvö baðherbergi og hvorki meira né minna en tvö fataherbergi, enda á Inga Tinna nóg af fallegum flíkum, skóm og töskum sem þurfa sitt pláss. „Þetta er alveg áhugamál og eins og með listina þá finnst mér föt líka vera ákveðin list,“ segir fagurkerinn Inga Tinna sem segir eyða töluverðum tíma inni í fataherberginu. Klippa: Einstakt fataherbergi Ingu Tinnu
Heimsókn Hús og heimili Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fataherbergi sem Kardashian systur væru sáttar með Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 2. febrúar 2023 14:33 Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. 27. janúar 2023 10:31 Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21 „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Fataherbergi sem Kardashian systur væru sáttar með Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 2. febrúar 2023 14:33
Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. 27. janúar 2023 10:31
Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21
„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning