Svikamylla rafmyntadrottningarinnar gengur enn þrátt fyrir hvarfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan Svikamylla rafmyntafyrirtækisins OneCoin, sem nú ber heitið One Ecosystem, gengur enn þrátt fyrir að stofnandi hennar hafi horfið sporlaust fyrir sex árum síðan. Rúmar tvær milljónir manna eru fjárfestar í svikamyllunni í dag en talið er að fyrirtækið hafi svikið billjónir út úr fjárfestum. Um þetta er fjallað í nýrri heimildarmynd um Ruju Ignatovu, stofnanda OneCoin, en hún hvarf sporlaust árið 2017. Myndin var sýnd á mánudagskvöld á Stöð 2 og heitir Cryptoqueen: The Onecoin Scam. Mikið hefur verið fjallað um málið hér á landi vegna þess að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ruju og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Klippa: Ásdís Rán og rafmyntadrottningin Ruja stofnaði OneCoin síðla árs 2014 og markaðssetti myntina sem nýju BitCoin. Þeir sem höfðu misst af BitCoin lestinni áttu alls ekki að geta misst af OneCoin - nýju stórstjörnunni í rafmyntaheiminum. OneCoin var sett upp svona: Fólki var boðið að kaupa fræðslupakka fyrir 5.000 evrur. Með þeim pakka fékk fólk 60 þúsund OneCoin myntir. Hver mynt jafngilti fjórum raunverulegum evrum. Þannig trúði fólk því að það hefði fengið 240 þúsund evrur fyrir fimm þúsund evra fjárfestinguna. Raunin var hins vegar sú að OneCoin myntirnar voru aðeins til innan OneCoin - þær voru sýndarmyntir. Græðgin varð fólki að falli Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var ekki til þar. Ruja var því að selja fólki eitthvað sem var ekki til og græddi milljarða. Til viðbótar við þetta voru fjárfestarnir virkir í starfi OneCoin. Þeir voru hvattir til að fá fleiri til að fjárfesta og fengu í staðin söluþóknun, 10% af hverjum fræðslupakka sem þeir seldu. Ef fjárfestir B, sem fjárfestir A fékk inn í fyrirtækið, seldi svo enn fleiri pakka fékk fjárfestir B 10% þóknun og fjárfestir A fékk líka 10% söluþóknun þrátt fyrir að hafa ekkert selt. Þannig græddu þeir sem voru efstir í píramídanum gríðarlegar fjárhæðir. Sannkallað píramídasvindl. Klippa: Toppurinn á píramídanum í góðum málum Ruja var auðvitað ekki lengi að fá peningana í vasann. Hún keypti dýrustu íbúðirnar í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, dýrustu snekkjuna sem hægt var að fá, stærsta einbýlishúsið í Sozopol og ferðaðist um með lífverði í brynvörðum bílum. Stökk úr nokkrum sentum í 42 evrur Ásdís Rán lýsir því í heimildarmyndinni að Ruja hafi unnið að tengslamyndun allan daginn. Hún hafi verið stöðugt í símanum og hafi jafnvel sofið með hann við hliðina á sér svo hún gæti tekið símtöl um miðjar nætur. Ruja hafi í hennar huga sannarlega unnið sér inn fyrir laununum. Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Í nóvember 2015, ári eftir að OneCoin var komið á fót, átti Ruja sem nam einum milljarði evra. Stuttu síðar var fyrsta OneCoin skrifstofan opnuð í Sofiu í Búlgaríu. Virði OneCoin hélt áfram að hækka á pappír. Í upphafi var hver OneCoin mynt virði nokkurra evrusenta en virðið hækkaði upp í 42 evrur þegar mest var. Eins og bent er á í myndinni var þetta gengi í raun algjör uppspuni þar sem fjárfestar gátu bara leyst út lítinn hluta í einu til að halda þeim ánægðum. Þýsk yfirvöld hafi klúðrað málunum Með bellibrögðum fengu stjórnendur OneCoin fjárfesta til að millifæra peningana sína inn á reikninga skúffufyrirtækisins IMS í Münster í Þýskalandi. Fyrir árslok 2016 höfðu 88 þúsund millifært inn á reikninginn sem nam 320 milljónum evra frá allri Evrópu. IMS var aðeins eitt margra skúffufyrirtækja um allan heim og bellibrögðum sem þessum beitt til að ná fé úr fjárfestum. Þetta þýðir að daglega bárust 240 til 250 millifærslur inn á þennan bankareikning IMS, sem hefði átt að koma af stað viðvörunarbjöllum hjá fjármálaeftirlitinu í Þýskalandi. „Þýsk yfirvöld klúðruðu málunum. Rannsóknarlögreglan og síðar líka fjármálaeftirlitið fengu upplýsingar frá fyrsta degi. Því miður brugðust þeir ekki við fyrr en löngu seinna. Við höldum að það hafi verið gerð mistök sem leiddu til þess að OneCoin gat orðið svona stórt,“ Johannes Bender, lögfræðingur fórnarlamba OneCoin í Münster. Tuttugu milljóna evra íbúð frá fjárfestum Það var fyrst í apríl 2017, eftir tveggja ára starfsemi, sem salan á OneCoin var bönnuð í Þýskalandi en sala á rafmyntinni var áfram leyfileg í öðrum löndum. Kerfi OneCoin var sett upp á þann hátt að það var fullkomið fyrir peningaþvætti. Út um allan heim voru skúffufyrirtæki OneCoin sem voru í eigu annarra fyrirtækja sem tilheyrðu fólki til dæmis í Panama og Bresku jómfrúareyjum sem enginn náði í. Þannig var erfitt að rekja reikningana, sem peningar frá fjárfestum fóru á, beint til OneCoin en peningarnir notaðir fyrir starfsemi fyrirtækisins eða Ruju sjálfa. Til dæmis um þetta keypti Ruja sér íbúð í Lundúnum fyrir peninga fjárfestanna. IMS, skúffufyrirtæki OneCoin í Þýskalandi, millifærði 20 milljónir evra frá reikningi Ruju hjá Commerzbank í gegnum annan reikning hjá Deutsche Bank í Frankfurt til Lundúna. Þar keypti lögfræðistofan Joelson íbúðina fyrir hennar hönd. Íbúðin var hins vegar ekki skráð í eigu Ruju heldur fyrirtækisins Abboys House Penthouse, sem var skráð á Ermasundseyjunni Guernsey. Með þessum hætti náði Ruja ekki bara að nota peninga fjárfesta sína fyrir eigin útgjöld heldur faldi hún ríkidæmi sitt. Lifðu hátt á sparnaði fólks í þróunarlöndum OneCoin náði hápunkti árið 2016 og vinsældirnar voru gríðarlegar. Þeir fjárfestar sem voru efst í píramídanum lifðu hátt og þeir sem voru neðar vildu komat hærra. Græða meira og lifa hærra. Til að bæta enn ásýnd OneCoin vildi Ruja ná toppnum. Og í hennar huga var toppurinn fyrirlestur á Wembley leikvanginum. Ruja og Sebastian Greenwood, maðurinn sem stjórnaði OneCoin með henni og var stórlax í fjárfestingaheiminum á þessum tíma, fylltu völlinn. Tuttugu þúsund mættu til að heyra þau tala og fá viðurkenningar fyrir að hafa náð nógu mörgum inn í OneCoin. Söluhæstu félagarnir fengu til dæmis iPad-a og Rolex-úr. Sérstök áhersla var lögð á að opna skrifstofur í þróunarlöndum. Þar voru milljónir mögulegra viðskiptavina með vonir um skyndigróða. Lönd, eins og Úganda, reyndust einnig fullkominn staður fyrir OneCoin þar sem fjármálaeftirlit er oft yfirborðskennt og því litlar líkur á viðurlögum. Kína, Brasilía og Víetnam urðu stórir markaðir fyrir OneCoin og þaðan breiddist starfsemin út til annarra landa. Michaela Hönig, hagfræðingur og sérfræðingur í rafmyntum, hefur eftir heimildarmönnum sem störfuðu fyrir OneCoin að fyrirtækið hafi haft fjóra starfsmenn í því að kanna í hvaða löndum væri svo lítið eftirlit að OneCoin gæti starfað vandræðalaust. Þar hafi fyrirtækið opnað skrifstofur og haldið úti starfsemi. Fram kemur í heimildarmyndinni Cryptoqueen að margir hafi selt eigur sínar og jafnvel tekið lán með miklum vöxtum til að kaupa í OneCoin. Vegna þess hvað lagaumhverfið er götótt geti fólkið, sem tapaði svo öllum sínum eigum, ekki leitað réttar síns auk þess sem það kosti háar upphæðir. OneCoin hafi þannig náð að stela af fjölda fólks í viðkvæmri stöðu án þess að gjalda fyrir. Þegar mest var árið 2017 var OneCoin starfrækt í 190 löndum og sums staðar enn í dag. FBI og Interpol á hælum drottningarinnar Um 2017 fór að flosna upp úr kerfinu. Stórir fjárfestar voru farnir að vilja losa út peningana sína, fá alvöru peninga út úr þessu en það geðri OneCoin ekki. Einhverjir fengu hluta af peningunum sínum aftur, svo þeir væru til friðs, en það var ekki gert í stórum stíl. Þá voru löggæslustofnanir farnar að fylgjast með. Fyrir lok 2016 var bandaríska alríkislögreglan FBI farin að rannsaka starfsemi OneCoin og árið 2017 var settur á laggirnar starfshópur hjá Interpol, sem bar nafnið Operation Satellite. Ásdís Rán lýsti því í þætti hlaðvarpsins Eftirmála, sem kom út í apríl í fyrra, hversu taugaveikluð Ruja var orðin á þessum tíma. Hún hafi verið hætt að vilja fara út að borða um þetta leyti, grátið mikið, sofið lítið og verið uppstökk. „Það var bara út af því ég sá hvað hún var orðin tæp á geði og hrædd. Við vorum út um allt með tíu lífverði og brynvarða bíla. Hún var orðin mjög tense og dró sig svolítið til hlés. Hún grét mikið í fanginu á mér en ég sá að hún gat ekki alveg sagt mér hvað var í gangi,“ sagði Ásdís í hlaðvarpsþættinum. Ekki bara svikamylla heldur þvottahús fyrir glæpasamtök Yfirvöld um allan heim voru á þessum tía farin að fylgjast með Ruju en á sama tíma fóru þau að fylgjast með búlgörskum glæpamönnum, sem notuðu OneCoin kerfið til að þvætta pening. Skúffufélög um allan heim skrifuðu út reikninga fyrir afnotagreiðslum eða þóknun fyrir ráðgjöf, fjárfestu í löglegum fyrirtækjum, keyptu veðhlaupahesta og svo framvegis til að koma peningunum út í heim. Verið var að millifæra háar upphæðir milli bankareikninga svo upp komu rauð flögg og fylgst var náið með. Ruja komst að því sumarið 2017 að verið væri að rannsaka hana og í kjölfarið dró hún sig í hlé í villuna sína í Sozopol. Grátt bættist ofan á svart þegar Ruja komst að því að ástmaður hennar, Gilbert Amenta, var að njósna um hana fyrir FBI. Á þeim tíma stjórnaði hann hluta af peningaþvættiskerfi OneCoin í Bandaríkjunum og Mið-Ameríku. Sumarið 2017 hélt Ruja sitt síðasta partý, í villunni sinni í Sozopol. Öllum gestum var ekið út og komið fyrir á hóteli, sem var í eigu búlgarsks kókaín-mafíósakonungs. Við komum aftur að honum síðar. „Home safe“ Bara þremur mánuðum síðar, 25. október 2017 hvarf Ruja sporlaust og skyndilega var Konstantin, yngri bróðir Ruju, tekinn við stjórninni. Hann stjórnaði kerfinu til vorsins 2019 þegar hann var handtekinn í Bandaríkjunum. Hvar Ruju reyndist OneCoin kerfinu mjög erfitt. Hún var sú eina sem vissi hvar allir peningarnir voru. Öryggisráðgjafi og vinur Ruju, Frank Schneider, fékk símtal frá henni tveimur eða þremur dögum fyrir hvarfið þar sem hún sagði honum að hún væri á leið í ferðalag. Tengiliðir hennar hjá búlgörskum yfirvöldum höfðu varað hana við því að þýskir rannsakendur væru á leið til landsins. Yfirvöld þyrftu að segja þeim frá því ef hún væri í landinu svo best væri að hún færi í nokkra daga út fyrir landsteinana. Þannig flaug Ruja með tveimur lífvörðum með áætlunarflugi Ryanair frá Sofiu til Aþenu. Þaðan hringdi hún aftur í Schneider og sagði honum að lífverðirnir hennar hefðu fengið fyrirmæli um að fara einir aftur til Sofiu. Þeir létu hana fá flugmiða frá Aþenu til Þessalóníku og flugu svo einir aftur til Búlgaríu sama kvöld. Ruja hafi hringt aftur í hann frá Þessalóníku og sagt honum að þar væri fólk sem ætlaði að fara með hana aftur til Búlgaríu í gegnum fjöllin. Síðustu skilaboðin sem Schneider fékk frá henni voru „Home safe“ eða „komin örugg heim“ um klukkan tvö um nóttina. Schneider segist aldrei talað við hana á ensku, heldur hafi þau talast við á þýsku og skilaboðin því slegið hann. Eftir þetta var slökkt á síma Ruju og síðan hefur ekki sést til hennar. Sköpunarverk glæpamanna Aðeins tvennt er í stöðunni: Annað hvort hvarf Ruja sjálfviljug eða nauðug. Búlgarski blaðamaðurinn Assen Yordanov telur allar líkur á, sama hvort Ruja hvarf sjálfviljug eða ekki, að búlgarska mafían tengist hvarfi hennar og glæpum á einhvern hátt. Eins og hann segir í heimildarmyndinni Cryptoqueen: „Ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið mikla aðstoð frá ráðgjöfum, fólki með mikla reynslu í svikum sem þessum.“ Nefnir hann þar fremsta glæpakonung Búlgaríu, Hristoforos Amanatidis. Ekki bara það heldur var hann yfirmaður öryggismála hjá OneCoin. Klippa: Eiturlyf og rafmyntir Þýski rannsóknarblaðamaðurinn Philipp Bovermann veltir því fram í heimildarmyndinni að Ruja hafi verið komin á viðkvæman stað. Hún hafi verið til rannsóknar út um allan heim og hefði hún til að mynda verið handtekin af FBI hefði hún kjaftað frá samböndum sínum við stjórnmálamenn í Búlgaríu. Fólk sem hún hafði tengsl við vildi ekki að hún lenti í fangelsi eða fyrir rétti. Allar götur liggja til Dúbaí Kenningar eru um, sé hún enn á lífi, að hún hafi farið til Dúbaí. Ásdís Rán segir frá því í myndinni að hún hafi farið til Dúbaí með fyrrverandi kærastanum sínum, meðal annars til að leita að Ruju. Hún hafi farið á dýrustu veitingastaðina til að finna hana en ekkert haft upp úr krafsinu. View this post on Instagram A post shared by A S D I S ~ R A N (@asdisran) Ein ástæðanna fyrir því að fólk telur líklegt að Ruju sé að finna í Dúbaí er það að sumarið 2016 fyrirskipaði Ruja millifærslu 75 milljón evra af reikningi IMS til Georgetown á Cayman-eyjum. Þar var hún með sjóð sem peningar frá dótturfyrirtækjum OneCoin voru fluttir í. Í gegnum skúffufyrirtæki á Írlandi millifærði hún hluta peninganna til Dúbaí og stofnaði þar nýjan sjóð, Fönix-sjóðinn. Ruja ein hefur aðgang að honum. Vísbendingar eru um að meðlimur Al Qasimi, konungsfjölskyldunnar í Dúbaí, hafi haldið verndarhendi yfir Ruju. Hún hafi látið hann hafa peninga, hann hafi selt henni bankaleyfi fyrir tugi milljóna og útvegað henni diplómatapassa. Því ekki ólíklegt að hann haldi enn verndarhendi yfir henni. Klippa: Allar götur liggja til Dúbaí Áðurnefndur Hristoforos Amanatidis, eiturlyfjakonungur Búlgaríu, hefur tengingar til Dúbaí. Hann á villu í afgirta lúxushverfinu Emirates Hills og talinn möguleiki á að hún hafi farið þangað. Hafi Ruja farið til Dúbaí er líklegt að hún hafi þurft að greiða himinháar upphæðir til að fá að vera utan sviðsljóssins. Bent er á það í Cryptoqueen að hún hafi ekki geta millifært þessar háu upphæðir af óhreinum peningum án milligöngu vafasamra aðila. Skýrsla sem kúveisk yfirvöld sendu til Dúbaí hefur verið birt þar sem fram kemur að Ruja hafi þvættað peninga í Kúveit, meðal annars fyrir hryðjuverkasamtök. Hvað er í gangi hjá OneCoin núna? Helstu stjórnendur IMS, þýska dótturfélags OneCoin hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Líklegt er að málaferlin vari þar til seint á þessu ári. IMS losaði sig við alla sína peninga áður en málaferlin hófust - þeir voru sendir til annarra dótturfyrirtækja OneCoin - og því litlar líkur á að fjárfestarnir sem leitað hafa réttar síns fái tjónið nokkurn tíma bætt. Og þó OneCoin standi í málaferlum í Þýskalandi er starfsemi félagsins í fullum gangi annars staðar í heiminum. Enn fara fram viðburðir til tengslamyndunar enda græða þeir sem eru komnir efst í píramídann enn gríðarlegt magn af peningum. Enn er starfsemi í höfuðstöðvum OneCoin í Sofiu í Búlgaríu. Nafninu hefur þó verið breytt örlítið OneCoin er núna OneEcosystem. Gjaldmiðillinn OneCoin heitir núna bara ONE. Gagnagrunnurinn og fólkið er að mestu leyti enn það sama. „Það er eitt að segja að fyrirtæki hafi selt fræðslu fyrir fjóra milljarða og að fyrirtækið hafi svikið út fjóra milljarða evra. Gjörólíkt. Hver hefur verið svikinn? Þau fengu fræðsluefnið sem þau keyptu. Ég skil þetta ekki, þetta er algjör misskilningur,“ segir finnski sölumaðurinn Tommi Vuorinen, sem hefur selt OneCoin síðan 2014. Enn er óvíst hversu miklir peningar fengust í gegnum OneCoin. Bandarískir rannsakendur telja skaðann nema minnst fjórum milljörðum evra. Aðrir telja hann nema 12 til 15 milljörðum evra. En hvar eru peningarnar? Þeir eru á víð og dreif um heiminn, í Dúbaí, Hong Kong og víðar. En enginn veit nákvæmlega hvar. Þó OneCoin sé enn starfrækt hafa lykilleikmenn í félaginu verið til rannsóknar vegna starfseminnar. Sebastian Greenwood, sem setti OneCoin á laggirnar með Ruju, er í gæsluvarðhaldi í New York rétt eins og Konstantin Ignatov, bróðir Ruju sem tók við stjórninni þegar hún hvarf. Gilbert Amenta, ástmaður Ruju og yfirmaður peningaþvættisins, er í stofufangelsi í Bandaríkjunum og bíður réttarhalda. Ruja er nú á topp tíu lista FBI yfir eftirsóttustu glæpamenn heims. Alríkislögreglan hefur heitið hverjum sem þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir til handtöku Ruju hundrað þúsund dollurum, sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. En enn hefur ekkert heyrst frá Ruju. Búlgaría Íslendingar erlendis Rafmyntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Um þetta er fjallað í nýrri heimildarmynd um Ruju Ignatovu, stofnanda OneCoin, en hún hvarf sporlaust árið 2017. Myndin var sýnd á mánudagskvöld á Stöð 2 og heitir Cryptoqueen: The Onecoin Scam. Mikið hefur verið fjallað um málið hér á landi vegna þess að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ruju og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Klippa: Ásdís Rán og rafmyntadrottningin Ruja stofnaði OneCoin síðla árs 2014 og markaðssetti myntina sem nýju BitCoin. Þeir sem höfðu misst af BitCoin lestinni áttu alls ekki að geta misst af OneCoin - nýju stórstjörnunni í rafmyntaheiminum. OneCoin var sett upp svona: Fólki var boðið að kaupa fræðslupakka fyrir 5.000 evrur. Með þeim pakka fékk fólk 60 þúsund OneCoin myntir. Hver mynt jafngilti fjórum raunverulegum evrum. Þannig trúði fólk því að það hefði fengið 240 þúsund evrur fyrir fimm þúsund evra fjárfestinguna. Raunin var hins vegar sú að OneCoin myntirnar voru aðeins til innan OneCoin - þær voru sýndarmyntir. Græðgin varð fólki að falli Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var ekki til þar. Ruja var því að selja fólki eitthvað sem var ekki til og græddi milljarða. Til viðbótar við þetta voru fjárfestarnir virkir í starfi OneCoin. Þeir voru hvattir til að fá fleiri til að fjárfesta og fengu í staðin söluþóknun, 10% af hverjum fræðslupakka sem þeir seldu. Ef fjárfestir B, sem fjárfestir A fékk inn í fyrirtækið, seldi svo enn fleiri pakka fékk fjárfestir B 10% þóknun og fjárfestir A fékk líka 10% söluþóknun þrátt fyrir að hafa ekkert selt. Þannig græddu þeir sem voru efstir í píramídanum gríðarlegar fjárhæðir. Sannkallað píramídasvindl. Klippa: Toppurinn á píramídanum í góðum málum Ruja var auðvitað ekki lengi að fá peningana í vasann. Hún keypti dýrustu íbúðirnar í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, dýrustu snekkjuna sem hægt var að fá, stærsta einbýlishúsið í Sozopol og ferðaðist um með lífverði í brynvörðum bílum. Stökk úr nokkrum sentum í 42 evrur Ásdís Rán lýsir því í heimildarmyndinni að Ruja hafi unnið að tengslamyndun allan daginn. Hún hafi verið stöðugt í símanum og hafi jafnvel sofið með hann við hliðina á sér svo hún gæti tekið símtöl um miðjar nætur. Ruja hafi í hennar huga sannarlega unnið sér inn fyrir laununum. Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Í nóvember 2015, ári eftir að OneCoin var komið á fót, átti Ruja sem nam einum milljarði evra. Stuttu síðar var fyrsta OneCoin skrifstofan opnuð í Sofiu í Búlgaríu. Virði OneCoin hélt áfram að hækka á pappír. Í upphafi var hver OneCoin mynt virði nokkurra evrusenta en virðið hækkaði upp í 42 evrur þegar mest var. Eins og bent er á í myndinni var þetta gengi í raun algjör uppspuni þar sem fjárfestar gátu bara leyst út lítinn hluta í einu til að halda þeim ánægðum. Þýsk yfirvöld hafi klúðrað málunum Með bellibrögðum fengu stjórnendur OneCoin fjárfesta til að millifæra peningana sína inn á reikninga skúffufyrirtækisins IMS í Münster í Þýskalandi. Fyrir árslok 2016 höfðu 88 þúsund millifært inn á reikninginn sem nam 320 milljónum evra frá allri Evrópu. IMS var aðeins eitt margra skúffufyrirtækja um allan heim og bellibrögðum sem þessum beitt til að ná fé úr fjárfestum. Þetta þýðir að daglega bárust 240 til 250 millifærslur inn á þennan bankareikning IMS, sem hefði átt að koma af stað viðvörunarbjöllum hjá fjármálaeftirlitinu í Þýskalandi. „Þýsk yfirvöld klúðruðu málunum. Rannsóknarlögreglan og síðar líka fjármálaeftirlitið fengu upplýsingar frá fyrsta degi. Því miður brugðust þeir ekki við fyrr en löngu seinna. Við höldum að það hafi verið gerð mistök sem leiddu til þess að OneCoin gat orðið svona stórt,“ Johannes Bender, lögfræðingur fórnarlamba OneCoin í Münster. Tuttugu milljóna evra íbúð frá fjárfestum Það var fyrst í apríl 2017, eftir tveggja ára starfsemi, sem salan á OneCoin var bönnuð í Þýskalandi en sala á rafmyntinni var áfram leyfileg í öðrum löndum. Kerfi OneCoin var sett upp á þann hátt að það var fullkomið fyrir peningaþvætti. Út um allan heim voru skúffufyrirtæki OneCoin sem voru í eigu annarra fyrirtækja sem tilheyrðu fólki til dæmis í Panama og Bresku jómfrúareyjum sem enginn náði í. Þannig var erfitt að rekja reikningana, sem peningar frá fjárfestum fóru á, beint til OneCoin en peningarnir notaðir fyrir starfsemi fyrirtækisins eða Ruju sjálfa. Til dæmis um þetta keypti Ruja sér íbúð í Lundúnum fyrir peninga fjárfestanna. IMS, skúffufyrirtæki OneCoin í Þýskalandi, millifærði 20 milljónir evra frá reikningi Ruju hjá Commerzbank í gegnum annan reikning hjá Deutsche Bank í Frankfurt til Lundúna. Þar keypti lögfræðistofan Joelson íbúðina fyrir hennar hönd. Íbúðin var hins vegar ekki skráð í eigu Ruju heldur fyrirtækisins Abboys House Penthouse, sem var skráð á Ermasundseyjunni Guernsey. Með þessum hætti náði Ruja ekki bara að nota peninga fjárfesta sína fyrir eigin útgjöld heldur faldi hún ríkidæmi sitt. Lifðu hátt á sparnaði fólks í þróunarlöndum OneCoin náði hápunkti árið 2016 og vinsældirnar voru gríðarlegar. Þeir fjárfestar sem voru efst í píramídanum lifðu hátt og þeir sem voru neðar vildu komat hærra. Græða meira og lifa hærra. Til að bæta enn ásýnd OneCoin vildi Ruja ná toppnum. Og í hennar huga var toppurinn fyrirlestur á Wembley leikvanginum. Ruja og Sebastian Greenwood, maðurinn sem stjórnaði OneCoin með henni og var stórlax í fjárfestingaheiminum á þessum tíma, fylltu völlinn. Tuttugu þúsund mættu til að heyra þau tala og fá viðurkenningar fyrir að hafa náð nógu mörgum inn í OneCoin. Söluhæstu félagarnir fengu til dæmis iPad-a og Rolex-úr. Sérstök áhersla var lögð á að opna skrifstofur í þróunarlöndum. Þar voru milljónir mögulegra viðskiptavina með vonir um skyndigróða. Lönd, eins og Úganda, reyndust einnig fullkominn staður fyrir OneCoin þar sem fjármálaeftirlit er oft yfirborðskennt og því litlar líkur á viðurlögum. Kína, Brasilía og Víetnam urðu stórir markaðir fyrir OneCoin og þaðan breiddist starfsemin út til annarra landa. Michaela Hönig, hagfræðingur og sérfræðingur í rafmyntum, hefur eftir heimildarmönnum sem störfuðu fyrir OneCoin að fyrirtækið hafi haft fjóra starfsmenn í því að kanna í hvaða löndum væri svo lítið eftirlit að OneCoin gæti starfað vandræðalaust. Þar hafi fyrirtækið opnað skrifstofur og haldið úti starfsemi. Fram kemur í heimildarmyndinni Cryptoqueen að margir hafi selt eigur sínar og jafnvel tekið lán með miklum vöxtum til að kaupa í OneCoin. Vegna þess hvað lagaumhverfið er götótt geti fólkið, sem tapaði svo öllum sínum eigum, ekki leitað réttar síns auk þess sem það kosti háar upphæðir. OneCoin hafi þannig náð að stela af fjölda fólks í viðkvæmri stöðu án þess að gjalda fyrir. Þegar mest var árið 2017 var OneCoin starfrækt í 190 löndum og sums staðar enn í dag. FBI og Interpol á hælum drottningarinnar Um 2017 fór að flosna upp úr kerfinu. Stórir fjárfestar voru farnir að vilja losa út peningana sína, fá alvöru peninga út úr þessu en það geðri OneCoin ekki. Einhverjir fengu hluta af peningunum sínum aftur, svo þeir væru til friðs, en það var ekki gert í stórum stíl. Þá voru löggæslustofnanir farnar að fylgjast með. Fyrir lok 2016 var bandaríska alríkislögreglan FBI farin að rannsaka starfsemi OneCoin og árið 2017 var settur á laggirnar starfshópur hjá Interpol, sem bar nafnið Operation Satellite. Ásdís Rán lýsti því í þætti hlaðvarpsins Eftirmála, sem kom út í apríl í fyrra, hversu taugaveikluð Ruja var orðin á þessum tíma. Hún hafi verið hætt að vilja fara út að borða um þetta leyti, grátið mikið, sofið lítið og verið uppstökk. „Það var bara út af því ég sá hvað hún var orðin tæp á geði og hrædd. Við vorum út um allt með tíu lífverði og brynvarða bíla. Hún var orðin mjög tense og dró sig svolítið til hlés. Hún grét mikið í fanginu á mér en ég sá að hún gat ekki alveg sagt mér hvað var í gangi,“ sagði Ásdís í hlaðvarpsþættinum. Ekki bara svikamylla heldur þvottahús fyrir glæpasamtök Yfirvöld um allan heim voru á þessum tía farin að fylgjast með Ruju en á sama tíma fóru þau að fylgjast með búlgörskum glæpamönnum, sem notuðu OneCoin kerfið til að þvætta pening. Skúffufélög um allan heim skrifuðu út reikninga fyrir afnotagreiðslum eða þóknun fyrir ráðgjöf, fjárfestu í löglegum fyrirtækjum, keyptu veðhlaupahesta og svo framvegis til að koma peningunum út í heim. Verið var að millifæra háar upphæðir milli bankareikninga svo upp komu rauð flögg og fylgst var náið með. Ruja komst að því sumarið 2017 að verið væri að rannsaka hana og í kjölfarið dró hún sig í hlé í villuna sína í Sozopol. Grátt bættist ofan á svart þegar Ruja komst að því að ástmaður hennar, Gilbert Amenta, var að njósna um hana fyrir FBI. Á þeim tíma stjórnaði hann hluta af peningaþvættiskerfi OneCoin í Bandaríkjunum og Mið-Ameríku. Sumarið 2017 hélt Ruja sitt síðasta partý, í villunni sinni í Sozopol. Öllum gestum var ekið út og komið fyrir á hóteli, sem var í eigu búlgarsks kókaín-mafíósakonungs. Við komum aftur að honum síðar. „Home safe“ Bara þremur mánuðum síðar, 25. október 2017 hvarf Ruja sporlaust og skyndilega var Konstantin, yngri bróðir Ruju, tekinn við stjórninni. Hann stjórnaði kerfinu til vorsins 2019 þegar hann var handtekinn í Bandaríkjunum. Hvar Ruju reyndist OneCoin kerfinu mjög erfitt. Hún var sú eina sem vissi hvar allir peningarnir voru. Öryggisráðgjafi og vinur Ruju, Frank Schneider, fékk símtal frá henni tveimur eða þremur dögum fyrir hvarfið þar sem hún sagði honum að hún væri á leið í ferðalag. Tengiliðir hennar hjá búlgörskum yfirvöldum höfðu varað hana við því að þýskir rannsakendur væru á leið til landsins. Yfirvöld þyrftu að segja þeim frá því ef hún væri í landinu svo best væri að hún færi í nokkra daga út fyrir landsteinana. Þannig flaug Ruja með tveimur lífvörðum með áætlunarflugi Ryanair frá Sofiu til Aþenu. Þaðan hringdi hún aftur í Schneider og sagði honum að lífverðirnir hennar hefðu fengið fyrirmæli um að fara einir aftur til Sofiu. Þeir létu hana fá flugmiða frá Aþenu til Þessalóníku og flugu svo einir aftur til Búlgaríu sama kvöld. Ruja hafi hringt aftur í hann frá Þessalóníku og sagt honum að þar væri fólk sem ætlaði að fara með hana aftur til Búlgaríu í gegnum fjöllin. Síðustu skilaboðin sem Schneider fékk frá henni voru „Home safe“ eða „komin örugg heim“ um klukkan tvö um nóttina. Schneider segist aldrei talað við hana á ensku, heldur hafi þau talast við á þýsku og skilaboðin því slegið hann. Eftir þetta var slökkt á síma Ruju og síðan hefur ekki sést til hennar. Sköpunarverk glæpamanna Aðeins tvennt er í stöðunni: Annað hvort hvarf Ruja sjálfviljug eða nauðug. Búlgarski blaðamaðurinn Assen Yordanov telur allar líkur á, sama hvort Ruja hvarf sjálfviljug eða ekki, að búlgarska mafían tengist hvarfi hennar og glæpum á einhvern hátt. Eins og hann segir í heimildarmyndinni Cryptoqueen: „Ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið mikla aðstoð frá ráðgjöfum, fólki með mikla reynslu í svikum sem þessum.“ Nefnir hann þar fremsta glæpakonung Búlgaríu, Hristoforos Amanatidis. Ekki bara það heldur var hann yfirmaður öryggismála hjá OneCoin. Klippa: Eiturlyf og rafmyntir Þýski rannsóknarblaðamaðurinn Philipp Bovermann veltir því fram í heimildarmyndinni að Ruja hafi verið komin á viðkvæman stað. Hún hafi verið til rannsóknar út um allan heim og hefði hún til að mynda verið handtekin af FBI hefði hún kjaftað frá samböndum sínum við stjórnmálamenn í Búlgaríu. Fólk sem hún hafði tengsl við vildi ekki að hún lenti í fangelsi eða fyrir rétti. Allar götur liggja til Dúbaí Kenningar eru um, sé hún enn á lífi, að hún hafi farið til Dúbaí. Ásdís Rán segir frá því í myndinni að hún hafi farið til Dúbaí með fyrrverandi kærastanum sínum, meðal annars til að leita að Ruju. Hún hafi farið á dýrustu veitingastaðina til að finna hana en ekkert haft upp úr krafsinu. View this post on Instagram A post shared by A S D I S ~ R A N (@asdisran) Ein ástæðanna fyrir því að fólk telur líklegt að Ruju sé að finna í Dúbaí er það að sumarið 2016 fyrirskipaði Ruja millifærslu 75 milljón evra af reikningi IMS til Georgetown á Cayman-eyjum. Þar var hún með sjóð sem peningar frá dótturfyrirtækjum OneCoin voru fluttir í. Í gegnum skúffufyrirtæki á Írlandi millifærði hún hluta peninganna til Dúbaí og stofnaði þar nýjan sjóð, Fönix-sjóðinn. Ruja ein hefur aðgang að honum. Vísbendingar eru um að meðlimur Al Qasimi, konungsfjölskyldunnar í Dúbaí, hafi haldið verndarhendi yfir Ruju. Hún hafi látið hann hafa peninga, hann hafi selt henni bankaleyfi fyrir tugi milljóna og útvegað henni diplómatapassa. Því ekki ólíklegt að hann haldi enn verndarhendi yfir henni. Klippa: Allar götur liggja til Dúbaí Áðurnefndur Hristoforos Amanatidis, eiturlyfjakonungur Búlgaríu, hefur tengingar til Dúbaí. Hann á villu í afgirta lúxushverfinu Emirates Hills og talinn möguleiki á að hún hafi farið þangað. Hafi Ruja farið til Dúbaí er líklegt að hún hafi þurft að greiða himinháar upphæðir til að fá að vera utan sviðsljóssins. Bent er á það í Cryptoqueen að hún hafi ekki geta millifært þessar háu upphæðir af óhreinum peningum án milligöngu vafasamra aðila. Skýrsla sem kúveisk yfirvöld sendu til Dúbaí hefur verið birt þar sem fram kemur að Ruja hafi þvættað peninga í Kúveit, meðal annars fyrir hryðjuverkasamtök. Hvað er í gangi hjá OneCoin núna? Helstu stjórnendur IMS, þýska dótturfélags OneCoin hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Líklegt er að málaferlin vari þar til seint á þessu ári. IMS losaði sig við alla sína peninga áður en málaferlin hófust - þeir voru sendir til annarra dótturfyrirtækja OneCoin - og því litlar líkur á að fjárfestarnir sem leitað hafa réttar síns fái tjónið nokkurn tíma bætt. Og þó OneCoin standi í málaferlum í Þýskalandi er starfsemi félagsins í fullum gangi annars staðar í heiminum. Enn fara fram viðburðir til tengslamyndunar enda græða þeir sem eru komnir efst í píramídann enn gríðarlegt magn af peningum. Enn er starfsemi í höfuðstöðvum OneCoin í Sofiu í Búlgaríu. Nafninu hefur þó verið breytt örlítið OneCoin er núna OneEcosystem. Gjaldmiðillinn OneCoin heitir núna bara ONE. Gagnagrunnurinn og fólkið er að mestu leyti enn það sama. „Það er eitt að segja að fyrirtæki hafi selt fræðslu fyrir fjóra milljarða og að fyrirtækið hafi svikið út fjóra milljarða evra. Gjörólíkt. Hver hefur verið svikinn? Þau fengu fræðsluefnið sem þau keyptu. Ég skil þetta ekki, þetta er algjör misskilningur,“ segir finnski sölumaðurinn Tommi Vuorinen, sem hefur selt OneCoin síðan 2014. Enn er óvíst hversu miklir peningar fengust í gegnum OneCoin. Bandarískir rannsakendur telja skaðann nema minnst fjórum milljörðum evra. Aðrir telja hann nema 12 til 15 milljörðum evra. En hvar eru peningarnar? Þeir eru á víð og dreif um heiminn, í Dúbaí, Hong Kong og víðar. En enginn veit nákvæmlega hvar. Þó OneCoin sé enn starfrækt hafa lykilleikmenn í félaginu verið til rannsóknar vegna starfseminnar. Sebastian Greenwood, sem setti OneCoin á laggirnar með Ruju, er í gæsluvarðhaldi í New York rétt eins og Konstantin Ignatov, bróðir Ruju sem tók við stjórninni þegar hún hvarf. Gilbert Amenta, ástmaður Ruju og yfirmaður peningaþvættisins, er í stofufangelsi í Bandaríkjunum og bíður réttarhalda. Ruja er nú á topp tíu lista FBI yfir eftirsóttustu glæpamenn heims. Alríkislögreglan hefur heitið hverjum sem þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir til handtöku Ruju hundrað þúsund dollurum, sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. En enn hefur ekkert heyrst frá Ruju.
Búlgaría Íslendingar erlendis Rafmyntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira