Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2023 12:04 Íslenski hópurinn lagði af stað í gærkvöld, lenti í Tyrklandi í nótt og er enn á ferðalagi að Hatay héraðinu. landsbjörg Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48
Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23
Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00
Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51
Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01