Segir NHL „hrækja framan í“ úkraínsk börn Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 09:01 Alexander Ovechkin, sem er leikmaður Washington Capitals, og Sergei sonur hans fengu sviðsljósið í hæfileikakeppni stjörnuleiks NHL-deildarinnar. Getty/Eliot J. Schechter Tékkneska markmannsgoðsögnin Dominik Hasek hraunaði yfir bandarísku NHL-deildina í íshokkí og framkvæmdastjóra hennar, Gary Bettman, eftir sviðsljósið sem Rússinn Alexander Ovechkin og sonur hans fengu á stjörnuleik NHL. Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira