Anníe Mist sagði frá ævintýrum hennar og Katrínar Tönju í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ræða málin í andyri hótelsins í Miami á miðju Wodpalooza mótinu. Skjámynd/Youtube Það munaði eins litlu og hægt var þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir kepptu í fyrst sinn í sama CrossFit liði. Nú hafa þær leyft fylgjendum sínum að skyggnast á bak við tjöldin. Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira