Tugir eftirskjálfta hafa fylgt þeim stóra. Tyrkland hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og er fólk hvatt til að nota ekki farsíma svo björgunarsveitir geti haft aðgang að kerfinu og samræmt aðgerðir sínar. Allar líkur eru taldar á því að tala látinna eigi eftir að hækka til muna.
Sýrlensk yfirvöld hafa gefið það út að þar í landi séu rúmlega hundrað látnir og mörg hundruð sárir. Að auki reið skjálftinn yfir í héröðum sem eru í höndum uppreisnarmanna í landinu þar sem heilbrigðisþjónusta er bágborin og lítið um björgunaraðila.
Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 76 séu látnir og tæplega 500 sárir. Skjálftinn fannst greinilega í öðrum löndum í nágrenninu, til að mynda í Líbanon, á Gaza ströndinni og á Kýpur.