Vilja stofnan nýjan gjaldmiðil fyrir S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. febrúar 2023 15:01 Alberto Fernandez, forseti Argentínu (t.h.) og Lula Da Silva, forseti Brasilíu á toppfundi leiðtoga ríkja rómönsku Ameríku og Karíbahafsins, sem haldinn var í Buenos Aires undir lok síðasta mánaðar. Getty Images Forsetar tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu, hafa lýst yfir vilja sínum til að stofna til sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna. Síðar meir, segja þeir, geti önnur ríki álfunnar slegist í hópinn. Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum. Argentína Brasilía Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum.
Argentína Brasilía Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira