Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 31-28 | Stjarnan áfram með í toppslagnum Jón Már Ferro skrifar 4. febrúar 2023 17:25 Stjarnan vann góðan sigur í dag. Vísir Stjarnan vann sigur á Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag, 31-28. Þetta er þriðji sigur Stjörnunnar á Fram í vetur en með sigrinum nær Stjarnan að halda í við topplið Vals og ÍBV. Leikurinn var jafn lengst af en undir lok fyrri hálfleiks náði Stjarnan áhlaupi og leiddi 16-12 í hálfleik. Stjarnan hélt frumkvæðinu eftir hlé en Fram byrjaði þó fljótlega að minnka muninn. Þeim tókst að jafna í 24-24 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en í stöðunni 26-26 náði Stjarnan 5-1 kafla og tryggði sér sætan sigur. Lokatölur 31-28 og Stjarnan er áfram í þriðja sætinu en er nú sex stigum á undan Fram í fjórða sætinu. Af hverju vann Stjarnan? Heilt yfir var frammistaða Stjörnunnar betri. Bæði varnarlega og sóknarlega. En í upphafi seinni hálfleiks tók Fram við sér, náði að jafna leikinn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Í kjölfarið fékk Fram dauðafæri til að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum en Darija Zecevic, markvörður Stjörnunnar varði frá Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur. Það reyndist dýrt því heimakonur sigldu sigrinum í höfn með góðum lokakafla. Hverjar stóðu upp úr? Eva Björk Davíðsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar og skoraði 9 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði einu marki minna fyrir gestina. Hvað gekk illa? Fram gekk illa að halda sér frá tveggja mínútna brottvísunum. Leikmenn gestanna voru reknir sex sinnum af velli en heimakonur einungis tvisvar. Hvað gerist næst? Stjarnan fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV laugardaginn 11.febrúar. Fram fær HK í heimsókn í Úlfarsárdal föstudaginn 10.febrúar. Hrannar: „Þetta var bara stressandi frá fyrstu til síðustu mínútu“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn. „Já geggjaður sigur. Ótrúlega gaman að vinna, verður aldrei þreytt.“ Þrátt fyrir sigur var Hrannar stressaður allan leikinn. „Þetta var bara stressandi frá fyrstu til síðustu mínútu. Fram hörku lið þótt Steinunn detti út. Þá kemur landsliðsmaður inn á línuna og annar unglingalandsliðsmaður í hornið. Þannig þvílíkt lið. Frábært að ná að vinna þær.“ Fram spilar margar útfærslur af varnarleik. Stjarnan undirbjó sig fyrir það. „Við skorum 31 mark sem er frábært. Eins og ég sagði fyrir leikinn þá þurftum við að undirbúa okkur fyrir margar varnir. Þær komu okkur reyndar á óvart með fjórir tveir. Það var kannski eina vörnin sem við vorum ekki búin að undirbúa okkur fyrir. En ég meina fjórir tveir þá þarftu bara að hreyfa sig. Þetta er bara maður á mann. Þú þarft að vinna stöðuna einn á einn. Við skorum 31 mark. Það er flott. Mér fannst vörnin hjá okkur léleg.“ Hrannar var ánægður með hornamenn sína aðspurður hvort hans lið hafi nýtt breidd vallarnis nógu vel. „Já en ég meina. Anna Karen var með fjögur mörk og Stefanía var með fjögur mörk líka. Ég veit ekki hvað þið viljið.“ Stefán: „Við verðum í fjórða sæti“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með tapið. „Við jöfnum í 24-24 og fáum besta færi leiksins og klikkum því. Hefði getað farið í 24-25. Það hefði mögulega breytt einhverju. Í staðin fara þær upp og skora.“ Stefán talaði um varnar afbrigði síns liðs. „Við vorum að spila fimm plús einn vörn, sem gekk ágætlega. Svo förum við að tapa boltum of auðveldlega í sókninni, þær refsuðu okkur. Svo breyttum við um vörn og jöfnum. En í svona jöfnum leik þá held ég að við séum tíu eða tólf mínútur oftar út af en þær. Það skiptir bara máli í svona jöfnum leik.“ Stefán var ekki ánægður hve oft sínir leikmenn voru reknir af velli. „Mér finnst þessir dómarar góðir en eins og ég upplifði þetta þá fannst mér skrítið hvað við vorum oft út af. Vegna þess að ég gat alveg bent á brot hinu megin sem hefðu verðskuldað tvær mínútur. Að við höfum verið tíu eða 12 sinnum oftar út af í þessum leik er rosalega mikið í svona jöfnum leik.“ Fram þurfti að breyta um varnarleik vegna veikinda Steinunnar Björnsdóttur. „Hjartað okkar varnarlega, Steinunn, er veik. Þá þurfum við bara að bregðast við og búa til eitthvað annað. Það gekk ágætlega. Við erum líka að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina. Við verðum í fjórða sæti. Förum ekkert ofar. Væntanlega ekkert neðar. Þegar úrslitakeppnin kemur þá viljum við vera klár og þá þurfum við að vera með nokkur varnarafbrigði.“ Olís-deild kvenna Stjarnan Fram
Stjarnan vann sigur á Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag, 31-28. Þetta er þriðji sigur Stjörnunnar á Fram í vetur en með sigrinum nær Stjarnan að halda í við topplið Vals og ÍBV. Leikurinn var jafn lengst af en undir lok fyrri hálfleiks náði Stjarnan áhlaupi og leiddi 16-12 í hálfleik. Stjarnan hélt frumkvæðinu eftir hlé en Fram byrjaði þó fljótlega að minnka muninn. Þeim tókst að jafna í 24-24 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en í stöðunni 26-26 náði Stjarnan 5-1 kafla og tryggði sér sætan sigur. Lokatölur 31-28 og Stjarnan er áfram í þriðja sætinu en er nú sex stigum á undan Fram í fjórða sætinu. Af hverju vann Stjarnan? Heilt yfir var frammistaða Stjörnunnar betri. Bæði varnarlega og sóknarlega. En í upphafi seinni hálfleiks tók Fram við sér, náði að jafna leikinn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Í kjölfarið fékk Fram dauðafæri til að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum en Darija Zecevic, markvörður Stjörnunnar varði frá Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur. Það reyndist dýrt því heimakonur sigldu sigrinum í höfn með góðum lokakafla. Hverjar stóðu upp úr? Eva Björk Davíðsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar og skoraði 9 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði einu marki minna fyrir gestina. Hvað gekk illa? Fram gekk illa að halda sér frá tveggja mínútna brottvísunum. Leikmenn gestanna voru reknir sex sinnum af velli en heimakonur einungis tvisvar. Hvað gerist næst? Stjarnan fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV laugardaginn 11.febrúar. Fram fær HK í heimsókn í Úlfarsárdal föstudaginn 10.febrúar. Hrannar: „Þetta var bara stressandi frá fyrstu til síðustu mínútu“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn. „Já geggjaður sigur. Ótrúlega gaman að vinna, verður aldrei þreytt.“ Þrátt fyrir sigur var Hrannar stressaður allan leikinn. „Þetta var bara stressandi frá fyrstu til síðustu mínútu. Fram hörku lið þótt Steinunn detti út. Þá kemur landsliðsmaður inn á línuna og annar unglingalandsliðsmaður í hornið. Þannig þvílíkt lið. Frábært að ná að vinna þær.“ Fram spilar margar útfærslur af varnarleik. Stjarnan undirbjó sig fyrir það. „Við skorum 31 mark sem er frábært. Eins og ég sagði fyrir leikinn þá þurftum við að undirbúa okkur fyrir margar varnir. Þær komu okkur reyndar á óvart með fjórir tveir. Það var kannski eina vörnin sem við vorum ekki búin að undirbúa okkur fyrir. En ég meina fjórir tveir þá þarftu bara að hreyfa sig. Þetta er bara maður á mann. Þú þarft að vinna stöðuna einn á einn. Við skorum 31 mark. Það er flott. Mér fannst vörnin hjá okkur léleg.“ Hrannar var ánægður með hornamenn sína aðspurður hvort hans lið hafi nýtt breidd vallarnis nógu vel. „Já en ég meina. Anna Karen var með fjögur mörk og Stefanía var með fjögur mörk líka. Ég veit ekki hvað þið viljið.“ Stefán: „Við verðum í fjórða sæti“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með tapið. „Við jöfnum í 24-24 og fáum besta færi leiksins og klikkum því. Hefði getað farið í 24-25. Það hefði mögulega breytt einhverju. Í staðin fara þær upp og skora.“ Stefán talaði um varnar afbrigði síns liðs. „Við vorum að spila fimm plús einn vörn, sem gekk ágætlega. Svo förum við að tapa boltum of auðveldlega í sókninni, þær refsuðu okkur. Svo breyttum við um vörn og jöfnum. En í svona jöfnum leik þá held ég að við séum tíu eða tólf mínútur oftar út af en þær. Það skiptir bara máli í svona jöfnum leik.“ Stefán var ekki ánægður hve oft sínir leikmenn voru reknir af velli. „Mér finnst þessir dómarar góðir en eins og ég upplifði þetta þá fannst mér skrítið hvað við vorum oft út af. Vegna þess að ég gat alveg bent á brot hinu megin sem hefðu verðskuldað tvær mínútur. Að við höfum verið tíu eða 12 sinnum oftar út af í þessum leik er rosalega mikið í svona jöfnum leik.“ Fram þurfti að breyta um varnarleik vegna veikinda Steinunnar Björnsdóttur. „Hjartað okkar varnarlega, Steinunn, er veik. Þá þurfum við bara að bregðast við og búa til eitthvað annað. Það gekk ágætlega. Við erum líka að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina. Við verðum í fjórða sæti. Förum ekkert ofar. Væntanlega ekkert neðar. Þegar úrslitakeppnin kemur þá viljum við vera klár og þá þurfum við að vera með nokkur varnarafbrigði.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti