Sannleikurinn um Vestfirði Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Háskólar Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar