Vilja kanna arðsemi jarðganga eða vegskála á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa lagt til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að unnin verði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði. Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal. Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal.
Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira