Miðnæturopnunin „krefjandi“ og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 06:39 Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Vísir/Vilhelm Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram. Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni. Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni.
Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28