Miðnæturopnunin „krefjandi“ og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 06:39 Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Vísir/Vilhelm Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram. Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni. Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni.
Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28