Helvítis geðveikin Sigríður Karlsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar