Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 15:51 Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra og leikkonan og Jodie Foster í Smámunasafninu í Sólgarði, síðastliðinn mánudag. Mynd/Alexandra Hedison Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. „Þær voru mjög hrifnar af safninu,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í samtali við Vísi. Fyrst frá greint frá hinni óvæntu heimsókn Foster og eiginkonu hennar, Alexöndru Hedison, á Akureyri.net, í gærkvöldi. Sigríður Rósa segist hafa fengið símtal síðastliðinn mánudag frá bílstjóra sem áður hafði komið í heimsókn á safnið. Sagðist hann vera með nokkra gesti sem hefðu mikinn áhuga á því að skoða safnið. Safnið hefur verið lokað og er óvissa um framtíð þess, þar sem til stendur að selja Sólgarð, húsið sem hýsir safnið í Eyjafjarðarsveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á Smámunasafnið í Eyjafirði í sumar, en þar má um fimmtíu þúsund hluti sem Sverrir Hermannsson safnaði. Lítið mál var að verða við heimsóknarbeiðninni. Segir Sigríður Rósa að henni hafi fundist hópurinn eitthvað kunnuglegur þegar hann renndi í hlað. „Ég var alltaf að kíkja eitthað á Jodie því mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég er svolítið ómannglögg. Svo brosti hún og þá fattaði ég strax hver þetta var,“ segir Sigríður Rósa. Njóta lífsins fyrir norðan Jodie er sem kunnugt er stödd hér á landi við tökur á fjórðu þáttaröð spennuþáttanna True Detective. Tökur standa nú yfir á Dalvík og dvelja Jodie og eiginkona hennar fyrir norðan á meðan tökunum stendur. Hafa þær meðal annars skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli við Akureyri og notið norðurljósana, eins og sjá á má þessari mynd sem Alexandra deildi á Instagram í morgun. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Hedison (@alexandrahedison) „Þær vöktu athygli á því hvað þetta væri falleg sveit og hvað safnið væri á frábærum stað og voru með fullt af hugmyndum,“ segir Sigríður Rósa. Sem fyrr segir er óvissa um framtíð safnsins þar sem á dagskrá er að selja Sólgarð. Mögulegt er að safnið fylgi með í sölunni. Jodie og Alexandra fengu að skoða safnið hátt og lágt og ýmsa muni sem ekki eru til sýnis. „Þeim fannst þetta alveg stórkostlegt,“ segir Sigríður Rósa og bætir að þetta hafi hún fengið staðfest frá bílstjóra þeirra, en hún hefur verið í sambandi við hann til að fá leyfi til að birta myndina sem fylgir fréttinni, sem tekin var Alexöndru, eiginkonu Jodie. Þær virðast vera miklir áhugamenn um listir og menningu. Segir Sigríður Rósa að þær hafi borið safnið saman við önnur söfn sem þær hafi farið á og varpað fram ýmsum hugmyndum um Smámunasafnið. Aðspurð um hvort að hin óvænta Hollywood-heimsókn muni mögulega verða til þess að bjarga safninu, stendur ekki á svari hjá Sigríðu Rósu. „Ég vona það innilega. Ég er búin að læra það á minni ævi að allt getur gerst. Einhverja hluta vegna kom ein af stærstu Hollywood-stjörnunum á Smámunasafnið. Ég held að það sé einhver tilgangur með því. Ég fer ekki ofan af því. Hlutirnir gerast, þeir gerast eins og þeir eiga að gerast.“ Fréttamaður leit við á Dalvík á tökunum þar sem tökur á True Detective fara fram. Söfn Eyjafjarðarsveit Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þær voru mjög hrifnar af safninu,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í samtali við Vísi. Fyrst frá greint frá hinni óvæntu heimsókn Foster og eiginkonu hennar, Alexöndru Hedison, á Akureyri.net, í gærkvöldi. Sigríður Rósa segist hafa fengið símtal síðastliðinn mánudag frá bílstjóra sem áður hafði komið í heimsókn á safnið. Sagðist hann vera með nokkra gesti sem hefðu mikinn áhuga á því að skoða safnið. Safnið hefur verið lokað og er óvissa um framtíð þess, þar sem til stendur að selja Sólgarð, húsið sem hýsir safnið í Eyjafjarðarsveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á Smámunasafnið í Eyjafirði í sumar, en þar má um fimmtíu þúsund hluti sem Sverrir Hermannsson safnaði. Lítið mál var að verða við heimsóknarbeiðninni. Segir Sigríður Rósa að henni hafi fundist hópurinn eitthvað kunnuglegur þegar hann renndi í hlað. „Ég var alltaf að kíkja eitthað á Jodie því mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég er svolítið ómannglögg. Svo brosti hún og þá fattaði ég strax hver þetta var,“ segir Sigríður Rósa. Njóta lífsins fyrir norðan Jodie er sem kunnugt er stödd hér á landi við tökur á fjórðu þáttaröð spennuþáttanna True Detective. Tökur standa nú yfir á Dalvík og dvelja Jodie og eiginkona hennar fyrir norðan á meðan tökunum stendur. Hafa þær meðal annars skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli við Akureyri og notið norðurljósana, eins og sjá á má þessari mynd sem Alexandra deildi á Instagram í morgun. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Hedison (@alexandrahedison) „Þær vöktu athygli á því hvað þetta væri falleg sveit og hvað safnið væri á frábærum stað og voru með fullt af hugmyndum,“ segir Sigríður Rósa. Sem fyrr segir er óvissa um framtíð safnsins þar sem á dagskrá er að selja Sólgarð. Mögulegt er að safnið fylgi með í sölunni. Jodie og Alexandra fengu að skoða safnið hátt og lágt og ýmsa muni sem ekki eru til sýnis. „Þeim fannst þetta alveg stórkostlegt,“ segir Sigríður Rósa og bætir að þetta hafi hún fengið staðfest frá bílstjóra þeirra, en hún hefur verið í sambandi við hann til að fá leyfi til að birta myndina sem fylgir fréttinni, sem tekin var Alexöndru, eiginkonu Jodie. Þær virðast vera miklir áhugamenn um listir og menningu. Segir Sigríður Rósa að þær hafi borið safnið saman við önnur söfn sem þær hafi farið á og varpað fram ýmsum hugmyndum um Smámunasafnið. Aðspurð um hvort að hin óvænta Hollywood-heimsókn muni mögulega verða til þess að bjarga safninu, stendur ekki á svari hjá Sigríðu Rósu. „Ég vona það innilega. Ég er búin að læra það á minni ævi að allt getur gerst. Einhverja hluta vegna kom ein af stærstu Hollywood-stjörnunum á Smámunasafnið. Ég held að það sé einhver tilgangur með því. Ég fer ekki ofan af því. Hlutirnir gerast, þeir gerast eins og þeir eiga að gerast.“ Fréttamaður leit við á Dalvík á tökunum þar sem tökur á True Detective fara fram.
Söfn Eyjafjarðarsveit Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31
Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00
Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41