Guð hvað mér líður illa! Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 2. febrúar 2023 07:30 Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega? Ég ætla að giska á að þú, lesandi góður, eigir að minnsta kosti eina svona minningu og ef þú ert það agaður og hefur ekki tekið þetta símtal, þá hlýtur þú að hafa íhugað að gera það. Við búum nefnilega í samfélagi þar sem það telst ekki eðlilegt að taka sér leyfi frá skóla eða vinnu vegna andlegrar vanlíðunar. Brennt barn forðast skólann Hugtakið skólaforðun er hins vegar nýtt af nálinni en ég held að við vitum öll að fyrirbærið sem slíkt eigi sér lengri sögu. Árið 2019 var talið að um 1000 grunnskólabörn á Íslandi glímdu við skólaforðun. Í millitíðinni reið heimsfaraldurinn yfir með öllu sínu álagi sem hafði líklegast talsverð áhrif á skólabörn og má því ætla að hópurinn hafi stækkað talsvert. Það hefur verið rætt nokkuð um skólaforðun grunnskólabarna sl. daga í fjölmiðlum eftir að BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) hélt ráðstefnu sem meðal annars fjallaði um þennan sístækkandi vanda. Það geta margar ólíkar ástæður legið að baki því að börn forðist það að mæta í skólann alla virka daga en ég get nánast alhæft það að eitt eiga þau sameiginlegt og það er að þeim líður einfaldlega ekki vel. Umræðan um skólaforðun er líka af ólíkum toga en eitt á hún sameiginlegt og það er að hópurinn sem um ræðir er stimplaður sem vandamál. Því það er það sem við gerum alltaf við börn sem falla ekki í hið svokallaða norm. Það er staðurinn sem okkur er talið trú um að vilja vera innan í til að geta átt gott líf. Getur boxið haft eina bogadregna hlið? Þetta umrædda norm er oft kallað boxið og mörg börn upplifa að það sé sífellt verið að ýta þeim inn í þetta kassalaga box, með sínum hnausþykku, köldu og þráðbeinu línum. Hvaða áhrif myndi það hafa ef hið umrædda box væri til dæmis með eina bogadregna línu? Lína sem væri kannski svolítið sveigjanleg og hægt að aðlaga að þörfum ólíkra barna. Jafnvel umvefja þau hlýju og stuðning. Sjálf hef ég tekið þátt í umræðunni um börn í skólakerfinu sem þurfa á því að halda að sameina skóla- og velferðarkerfið mun betur og hef ég skrifað um það nokkrar greinar. Ég hef kallað eftir því að það verði innleidd áfallamiðuð nálgun (e. Trauma informed care) inn í kerfi samfélagsins. Því eins og fjölmargar rannsóknir benda okkur á getur það skipt sköpum að grípa börn um leið og þau upplifa erfiða hluti. Með því að leggja til að innleiða áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu er ég ekki að ætlast til þess að allir kennarar eða annað skólastarfsfólk verði að einhvers konar sálfræðingum meðfram kennslunni. Þvert á móti legg ég heldur til að starfsfólk njóti frekar mun meiri stuðnings og fái handleiðslu þegar það kemur að því að takast á við afleiðingar þess að börn upplifi sorg, streitu eða annars konar erfiðar tilfinningar eftir áföll. Skömm deyr þegar sagt er frá í öruggu umhverfi Hluti af pakkadíl lífsins eru alls konar byltur, mótbyr og öldugangur. Það er samt svo þungur byrgði falin í því að þurfa að skammast sín fyrir það að verða fyrir þessum byltum. Það að mega ekki segja það bara upphátt og gráta svolítið án þess að upplifa skömm eykur bara á vandann frekar en losar um streituna sem hann veldur.Einn fyrsti liðurinn í því að innleiða áfallamiðaða nálgun er að normalisera það að ræða opinskátt um það sem hrjáir okkur og hversu erfitt það getur verið að halda jafnvægi á brimbretti í öldugangi lífsins. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega? Ég ætla að giska á að þú, lesandi góður, eigir að minnsta kosti eina svona minningu og ef þú ert það agaður og hefur ekki tekið þetta símtal, þá hlýtur þú að hafa íhugað að gera það. Við búum nefnilega í samfélagi þar sem það telst ekki eðlilegt að taka sér leyfi frá skóla eða vinnu vegna andlegrar vanlíðunar. Brennt barn forðast skólann Hugtakið skólaforðun er hins vegar nýtt af nálinni en ég held að við vitum öll að fyrirbærið sem slíkt eigi sér lengri sögu. Árið 2019 var talið að um 1000 grunnskólabörn á Íslandi glímdu við skólaforðun. Í millitíðinni reið heimsfaraldurinn yfir með öllu sínu álagi sem hafði líklegast talsverð áhrif á skólabörn og má því ætla að hópurinn hafi stækkað talsvert. Það hefur verið rætt nokkuð um skólaforðun grunnskólabarna sl. daga í fjölmiðlum eftir að BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) hélt ráðstefnu sem meðal annars fjallaði um þennan sístækkandi vanda. Það geta margar ólíkar ástæður legið að baki því að börn forðist það að mæta í skólann alla virka daga en ég get nánast alhæft það að eitt eiga þau sameiginlegt og það er að þeim líður einfaldlega ekki vel. Umræðan um skólaforðun er líka af ólíkum toga en eitt á hún sameiginlegt og það er að hópurinn sem um ræðir er stimplaður sem vandamál. Því það er það sem við gerum alltaf við börn sem falla ekki í hið svokallaða norm. Það er staðurinn sem okkur er talið trú um að vilja vera innan í til að geta átt gott líf. Getur boxið haft eina bogadregna hlið? Þetta umrædda norm er oft kallað boxið og mörg börn upplifa að það sé sífellt verið að ýta þeim inn í þetta kassalaga box, með sínum hnausþykku, köldu og þráðbeinu línum. Hvaða áhrif myndi það hafa ef hið umrædda box væri til dæmis með eina bogadregna línu? Lína sem væri kannski svolítið sveigjanleg og hægt að aðlaga að þörfum ólíkra barna. Jafnvel umvefja þau hlýju og stuðning. Sjálf hef ég tekið þátt í umræðunni um börn í skólakerfinu sem þurfa á því að halda að sameina skóla- og velferðarkerfið mun betur og hef ég skrifað um það nokkrar greinar. Ég hef kallað eftir því að það verði innleidd áfallamiðuð nálgun (e. Trauma informed care) inn í kerfi samfélagsins. Því eins og fjölmargar rannsóknir benda okkur á getur það skipt sköpum að grípa börn um leið og þau upplifa erfiða hluti. Með því að leggja til að innleiða áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu er ég ekki að ætlast til þess að allir kennarar eða annað skólastarfsfólk verði að einhvers konar sálfræðingum meðfram kennslunni. Þvert á móti legg ég heldur til að starfsfólk njóti frekar mun meiri stuðnings og fái handleiðslu þegar það kemur að því að takast á við afleiðingar þess að börn upplifi sorg, streitu eða annars konar erfiðar tilfinningar eftir áföll. Skömm deyr þegar sagt er frá í öruggu umhverfi Hluti af pakkadíl lífsins eru alls konar byltur, mótbyr og öldugangur. Það er samt svo þungur byrgði falin í því að þurfa að skammast sín fyrir það að verða fyrir þessum byltum. Það að mega ekki segja það bara upphátt og gráta svolítið án þess að upplifa skömm eykur bara á vandann frekar en losar um streituna sem hann veldur.Einn fyrsti liðurinn í því að innleiða áfallamiðaða nálgun er að normalisera það að ræða opinskátt um það sem hrjáir okkur og hversu erfitt það getur verið að halda jafnvægi á brimbretti í öldugangi lífsins. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar