Þættir Dr Phil senn á enda Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2023 07:45 Um tvær milljónir manna hafa að meðaltali horft á þátt Dr Phil sem hefur verið á dagskrá hjá CBS um árabil. Getty Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar. Phil McGraw segir í yfirlýsingu sem hann sendi People að hann hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa verið á skjám bandarískra sjónvarpsáhorfenda fyrir hádegi í einhver 25 ár. „Þetta hefur verð æðislegur kafli í mínu lífi og mínum starfsferli en nú held ég förinni áfram.“ Hinn 72 ára Dr Phil skrifaði undir nýjan fimm ára samning við sjónvarpsstöðina CBS árið 2018. Sá samningur er senn á enda og er nú ljóst að ekki verða framleiddir fleiri þættir af Dr Phil, í bili að minnsta kosti. Dr. Phil hóf sjónvarpsferilinn sem fastagestur í þáttum Opruh Winfrey árið 1996 í kjölfar þess að Oprah hafði nýtt þjónustu sálfræðingsins í dómsmáli sem hún höfðaði gegn kjötframleiðanda. Hún kunni vel að meta aðstoð Dr Phil svo hún bauð honum reglulega í þáttinn og fór svo að hann fékk sinn eigin átt árið 2002. Alls hafa verið framleiddir um fjögur þúsund þættir af Dr Phil og hafa áhorfendur verið að meðaltali tvær milljónir talsins. „Í þessum þætti höfum við aðstoðað þúsundir gesta og milljónir áhorfenda með allt frá fíknivanda og hjónabandsvandræða til bætts geðheilbrigðis og bandauppeldis,“ segir McGraw. Í frétt People segir þó að ólíklegt sé að þetta sé í síðasta sinn sem við sjáum Dr Phil á skjánum en hann og CBS eru sögð vera með nýtt verkefni í bígerð. Á að hleypa því af stokkunum á næsta ári og eru þættirnir sagðir eiga að hjálpa Bandaríkjamönnum að leita aftur í „kjarnagildin“. Dr Phil hefur sagst hafa miklar áhyggjur af stöðu hinnar „bandarísku fjölskyldu“. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Phil McGraw segir í yfirlýsingu sem hann sendi People að hann hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa verið á skjám bandarískra sjónvarpsáhorfenda fyrir hádegi í einhver 25 ár. „Þetta hefur verð æðislegur kafli í mínu lífi og mínum starfsferli en nú held ég förinni áfram.“ Hinn 72 ára Dr Phil skrifaði undir nýjan fimm ára samning við sjónvarpsstöðina CBS árið 2018. Sá samningur er senn á enda og er nú ljóst að ekki verða framleiddir fleiri þættir af Dr Phil, í bili að minnsta kosti. Dr. Phil hóf sjónvarpsferilinn sem fastagestur í þáttum Opruh Winfrey árið 1996 í kjölfar þess að Oprah hafði nýtt þjónustu sálfræðingsins í dómsmáli sem hún höfðaði gegn kjötframleiðanda. Hún kunni vel að meta aðstoð Dr Phil svo hún bauð honum reglulega í þáttinn og fór svo að hann fékk sinn eigin átt árið 2002. Alls hafa verið framleiddir um fjögur þúsund þættir af Dr Phil og hafa áhorfendur verið að meðaltali tvær milljónir talsins. „Í þessum þætti höfum við aðstoðað þúsundir gesta og milljónir áhorfenda með allt frá fíknivanda og hjónabandsvandræða til bætts geðheilbrigðis og bandauppeldis,“ segir McGraw. Í frétt People segir þó að ólíklegt sé að þetta sé í síðasta sinn sem við sjáum Dr Phil á skjánum en hann og CBS eru sögð vera með nýtt verkefni í bígerð. Á að hleypa því af stokkunum á næsta ári og eru þættirnir sagðir eiga að hjálpa Bandaríkjamönnum að leita aftur í „kjarnagildin“. Dr Phil hefur sagst hafa miklar áhyggjur af stöðu hinnar „bandarísku fjölskyldu“.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira