„Þetta er óþekkjanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2023 20:30 Gámur og vinnuskúr voru staðsettir þar sem rauði hringurinn er. Svörtu hringirnir sýna staðsetningu þeirra eftir flóðið. Kristbjörn B. Einarsson Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði. Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni. Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni.
Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira