Inter lenti nokkuð óvænt undir þegar David Okereke skoraði fyrir heimamenn strax á 11. mínútu. Gestirnir frá Mílanó voru þó ekki lengi að ná áttum og jafnaði Martínez metin aðeins tíu mínútum síðar.
Fleiri urðu mörkin ekki áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Inter var mun sterkari aðilinn í leiknum og það kom því lítið á óvart þegar Martínez skoraði annað mark sitt og annað mark Inter á 65. mínútu.
10x4 - #Lautaro Martínez is the 3rd foreign player in Inter's history to reach 10+ goals in at least 4 different seasons in Serie A, after Stefano Nyers and Mauro Icardi (both five). Toro.#CremoneseInter #SerieA pic.twitter.com/y99i8to7Qw
— OptaPaolo (@OptaPaolo) January 28, 2023
Reyndist það sigurmark leiksins sem lauk með 2-1 sigri gestanna. Inter er nú í 2. sæti Serie A með 40 stig, tíu stigum minna en topplið Napoli, tveimur meira en AC Milan og þremur meira en Lazio og Roma. Öll liðin eiga leik til góða á Inter.