Garðavogur? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2023 09:00 Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun