„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2023 10:01 Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kúrir svolítið á morgnana og viðurkennir að finnast oft erfitt að vakna í svartasta skammdeginu. Dagurinn byrjar á morgungöngu hennar og Lottu, en þá tekur Brynhildur með sér kaffibollann og Lotta með sér boltann. Á myndinni er einnig kötturinn Keli. Vísir/Vilhelm Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir sjö, þá kveiki ég á kaffivélinni og kúri yfirleitt til 7.40. Í svartasta skammdeginu á ég svakalega erfitt með að vakna. Þessu er öðruvísi farið þegar fer að birta!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fæ mér dýrðlegan kaffibolla úr Rocket kaffivélinni okkar, sem ég gæti ekki verið án og svo tökum við Lotta morgunhringinn, með boltann og kaffibollann!“ Hvaða markmið hefur þú sett þér sem þú eftir á getur sagt að hafi verið fyndið, vonlaust eða mjög hallærislegt? Þetta verður voða leiðinlegt svar hjá mér, ég er mjög einbeitt og ákveðin og hef alltaf náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Þau hafa verið náms- og starfstengd og gengið upp. Af því er ég stolt. Hins vegar hef ég átt mér alls konar vonir og óraunhæfa drauma sem ekki hafa ræst, eins og að verða „skautadrotting“ eftir að horfa á vertarólympíukleika í kringum 1980 og mig langaði líka mikið að fljúga eins og Súperman. Það gekk ekki. Ég hefði kannski átt að setja mér það markmið að læra á hljóðfæri, ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Uppselt hefur verið langt fram í tímann á sýningar eins og 9 líf, Mátulega og Emil í Kattholti en þegar Brynhildur er ekki í leikhúsinu á kvöldin finnst henni notalegt að skríða upp í rúm á milli klukkan níu og tíu, lesa aðeins og láta hugann reika og sofa síðan eins og steinn.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er í mörg horn að líta í starfi leikhússtjóra. Það er allt á fullu í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Við höfum nýlokið fjögurra frumsýninga törn og tvær nýjar eru í burðarliðnum. Aðsókn er frábær og uppselt langt fram í tímann á sýningar eins og 9 líf, Mátulega og Emil í Kattholti. Samstarf Borgarleikhússins og Jómfrúarinnar hefur gengið fádæma vel og mikið líf í húsinu en um hverja helgi tökum við á móti um 3660 gestum. Við erum í óða önn við að stilla upp næsta leikári. Það er ákaflega skemmtileg og skapandi vinna en jafnframt mikið púsl að láta allt ganga upp. Vikan fer í að halda utan um frumsýningar næstu helgar, „Beinar útsendingar“ í Umbúðalausu og „Góða ferð inn í gömul sár“ eftir Evu Rún Snorradóttur en hún var leikskáld Borgarleikhússins 2020-2021.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er heppin með að vera öguð og skipulögð að eðlisfari. Ég er með ágætan innbyggðan tímastilli og hitamæli. Verkefni mín eru fjölbreytt og dagarnir ólíkir. Ætli ég vaði ekki bara í verkefnin og klári þau. Það held ég að sé eina rétta svarið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er ekki í kvöldvinnutörn í leikhúsinu reyni að fara eins snemma í háttinn og ég get. Mér finnst æðislegt að vera komin upp í milli níu og tíu. Þá næ ég að lesa og láta hugann reika fyrir svefninn. Og svo sef ég eins og steinn!“ Kaffispjallið Leikhús Menning Tengdar fréttir „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir sjö, þá kveiki ég á kaffivélinni og kúri yfirleitt til 7.40. Í svartasta skammdeginu á ég svakalega erfitt með að vakna. Þessu er öðruvísi farið þegar fer að birta!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fæ mér dýrðlegan kaffibolla úr Rocket kaffivélinni okkar, sem ég gæti ekki verið án og svo tökum við Lotta morgunhringinn, með boltann og kaffibollann!“ Hvaða markmið hefur þú sett þér sem þú eftir á getur sagt að hafi verið fyndið, vonlaust eða mjög hallærislegt? Þetta verður voða leiðinlegt svar hjá mér, ég er mjög einbeitt og ákveðin og hef alltaf náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Þau hafa verið náms- og starfstengd og gengið upp. Af því er ég stolt. Hins vegar hef ég átt mér alls konar vonir og óraunhæfa drauma sem ekki hafa ræst, eins og að verða „skautadrotting“ eftir að horfa á vertarólympíukleika í kringum 1980 og mig langaði líka mikið að fljúga eins og Súperman. Það gekk ekki. Ég hefði kannski átt að setja mér það markmið að læra á hljóðfæri, ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Uppselt hefur verið langt fram í tímann á sýningar eins og 9 líf, Mátulega og Emil í Kattholti en þegar Brynhildur er ekki í leikhúsinu á kvöldin finnst henni notalegt að skríða upp í rúm á milli klukkan níu og tíu, lesa aðeins og láta hugann reika og sofa síðan eins og steinn.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er í mörg horn að líta í starfi leikhússtjóra. Það er allt á fullu í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Við höfum nýlokið fjögurra frumsýninga törn og tvær nýjar eru í burðarliðnum. Aðsókn er frábær og uppselt langt fram í tímann á sýningar eins og 9 líf, Mátulega og Emil í Kattholti. Samstarf Borgarleikhússins og Jómfrúarinnar hefur gengið fádæma vel og mikið líf í húsinu en um hverja helgi tökum við á móti um 3660 gestum. Við erum í óða önn við að stilla upp næsta leikári. Það er ákaflega skemmtileg og skapandi vinna en jafnframt mikið púsl að láta allt ganga upp. Vikan fer í að halda utan um frumsýningar næstu helgar, „Beinar útsendingar“ í Umbúðalausu og „Góða ferð inn í gömul sár“ eftir Evu Rún Snorradóttur en hún var leikskáld Borgarleikhússins 2020-2021.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er heppin með að vera öguð og skipulögð að eðlisfari. Ég er með ágætan innbyggðan tímastilli og hitamæli. Verkefni mín eru fjölbreytt og dagarnir ólíkir. Ætli ég vaði ekki bara í verkefnin og klári þau. Það held ég að sé eina rétta svarið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er ekki í kvöldvinnutörn í leikhúsinu reyni að fara eins snemma í háttinn og ég get. Mér finnst æðislegt að vera komin upp í milli níu og tíu. Þá næ ég að lesa og láta hugann reika fyrir svefninn. Og svo sef ég eins og steinn!“
Kaffispjallið Leikhús Menning Tengdar fréttir „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00
Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01
Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01
„Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01
Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01