Nýjasta trendið er draugur fortíðar Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2023 12:00 Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Alþingi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun