Gert að greiða samfanga miskabætur eftir árás með trékefli Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 12:26 Árásin var gerð að kvöldi föstudagsins 18. desember 2020, í eldhúsi í fangelsinu að Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fangann Þorláki Fannari Albertssyni til að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur eftir árás með trékefli inni á Litla-Hrauni á Eyrarbakka í desember 2020. Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40
Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02