Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. vísir/sigurjón Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira