Breska ríkisútvarpið spyr íslenskt stjórnmálafólk spjörunum úr Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. janúar 2023 15:39 Útvarpsþáttur BBC, World Questions verður tekinn upp í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Myndin er samsett. Getty/Peter Macdiarmid, Vísir/Vilhelm Breska ríkisútvarpið mun taka upp útvarpsþáttinn World Questions í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Um er að ræða einskonar málfund þar sem stjórnmálafólk er spurt að hinum ýmsu spurningum sem varpa ljósi á land og þjóð. Spurningarnar geta komið alls staðar að og er það Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni, sem fer með þáttarstjórn. Breska ríkisútvarpið hefur framkvæmt eins viðburði um allan heim. Hver sem er getur mætt og fylgst með en leikhússtjóri Tjarnarbíós, Sara Marti Guðmundsdóttir segir að búist sé við heljarinnar viðburði. Hann sé haldinn til þess að veita innsýn í pólitíska landslag landsins sem á við hverju sinni. Boðið verði í fordrykk og veitingar fyrir þá sem mæta á svæðið. „Það þarf svolítið að passa upp á allt, það verða verðir úti um allt hús. Það verður leitað á fólki áður en það kemur inn bara svona af því að þau hafa lent í allskonar uppátækjum þegar þau hafa gert þetta erlendis. Þetta verður svolítið stórt og við búumst alveg við fullu húsi,“ segir Sara. Samkvæmt vef BBC þar sem upptökurnar eru aðgengilegar og heimasíðu British Council verða Íslendingar einfaldlega spurðir út í framtíð landsins. Þórhildur Ólafsdóttir, fjölmiðlakona og íslenskur aðstandandi þáttarins segir enn verið að negla niður hvaða íslenska stjórnmálafólk verði fyrir valinu. Búast megi við því að tekið verði á stærri málaflokkum eins og ferðamannaiðnaðinum, loftslagsbreytingum og stríðinu í Úkraínu ásamt öðru innlendu. Ætlunin sé að kynna landið og stöðu þess fyrir þeim sem það ekki þekkja. Hægt er að skrá sig á viðburðinn í gegnum eyðublað frá British Council hér. Samkvæmt vef BBC verður upptakan af málfundinum aðgengileg hér þann 11. febrúar næstkomandi stuttu eftir að þátturinn kemur út. Þátturinn fer í loftið klukkan 19:06 á íslenskum tíma. Aðra World Questions útvarpsþætti má hlusta á með því að smella hér. Bretland Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Spurningarnar geta komið alls staðar að og er það Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni, sem fer með þáttarstjórn. Breska ríkisútvarpið hefur framkvæmt eins viðburði um allan heim. Hver sem er getur mætt og fylgst með en leikhússtjóri Tjarnarbíós, Sara Marti Guðmundsdóttir segir að búist sé við heljarinnar viðburði. Hann sé haldinn til þess að veita innsýn í pólitíska landslag landsins sem á við hverju sinni. Boðið verði í fordrykk og veitingar fyrir þá sem mæta á svæðið. „Það þarf svolítið að passa upp á allt, það verða verðir úti um allt hús. Það verður leitað á fólki áður en það kemur inn bara svona af því að þau hafa lent í allskonar uppátækjum þegar þau hafa gert þetta erlendis. Þetta verður svolítið stórt og við búumst alveg við fullu húsi,“ segir Sara. Samkvæmt vef BBC þar sem upptökurnar eru aðgengilegar og heimasíðu British Council verða Íslendingar einfaldlega spurðir út í framtíð landsins. Þórhildur Ólafsdóttir, fjölmiðlakona og íslenskur aðstandandi þáttarins segir enn verið að negla niður hvaða íslenska stjórnmálafólk verði fyrir valinu. Búast megi við því að tekið verði á stærri málaflokkum eins og ferðamannaiðnaðinum, loftslagsbreytingum og stríðinu í Úkraínu ásamt öðru innlendu. Ætlunin sé að kynna landið og stöðu þess fyrir þeim sem það ekki þekkja. Hægt er að skrá sig á viðburðinn í gegnum eyðublað frá British Council hér. Samkvæmt vef BBC verður upptakan af málfundinum aðgengileg hér þann 11. febrúar næstkomandi stuttu eftir að þátturinn kemur út. Þátturinn fer í loftið klukkan 19:06 á íslenskum tíma. Aðra World Questions útvarpsþætti má hlusta á með því að smella hér.
Bretland Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira