Söguleg stund í vændum í Frystikistunni: Raggi Nat lofar fyrsta þriggja stiga skotinu á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2023 23:01 Ragnar Nathanaelsson er ekki þekktur fyrir sín þriggja stiga skot. vísir/bára Leikur Hamars og Ármanns í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið gæti orðið sögulegur. Ragnar Nathanaelsson hefur nefnilega lofað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum í leiknum í Frystikistunni á föstudaginn. Hann greindi frá þessu á Twitter. „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ skrifaði Ragnar. Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 25, 2023 Ragnar er þekktur fyrir leika listir sínar nálægt körfunni með alla sína 220 sentímetra en sést sjaldan fyrir utan þriggja stiga línuna. Ragnar sneri aftur til uppeldisfélagsins síns fyrir tímabilið. Í vetur hefur hann skorað 15,0 stig og tekið 16,5 fráköst að meðaltali í leik og er með 60,5 prósent skotnýtingu. Ragnar er frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Hamar er í 2. sæti 1. deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álftaness. Efsta lið deildarinnar kemst beint upp í Subway-deildina en liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í efstu deild. Auk Hamars hefur hinn 31 árs Ragnar leikið með Þór Þ., Njarðvík, Val, Haukum, Stjörnunni, Sundsvall Dragons í Svíþjóð og Cáceres Ciudad del Baloncesto og Arcos Albacete Basket á Spáni. Hann hefur leikið 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Körfubolti Hveragerði Hamar Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Ragnar Nathanaelsson hefur nefnilega lofað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum í leiknum í Frystikistunni á föstudaginn. Hann greindi frá þessu á Twitter. „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ skrifaði Ragnar. Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 25, 2023 Ragnar er þekktur fyrir leika listir sínar nálægt körfunni með alla sína 220 sentímetra en sést sjaldan fyrir utan þriggja stiga línuna. Ragnar sneri aftur til uppeldisfélagsins síns fyrir tímabilið. Í vetur hefur hann skorað 15,0 stig og tekið 16,5 fráköst að meðaltali í leik og er með 60,5 prósent skotnýtingu. Ragnar er frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Hamar er í 2. sæti 1. deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álftaness. Efsta lið deildarinnar kemst beint upp í Subway-deildina en liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í efstu deild. Auk Hamars hefur hinn 31 árs Ragnar leikið með Þór Þ., Njarðvík, Val, Haukum, Stjörnunni, Sundsvall Dragons í Svíþjóð og Cáceres Ciudad del Baloncesto og Arcos Albacete Basket á Spáni. Hann hefur leikið 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Körfubolti Hveragerði Hamar Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira