Ríflega 40 prósent sjóða og stofnana hafa ekki skilað ársreikningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 12:23 Guðmundur Björgvin Helgason Ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríflega fjörutíu prósent allra virkra sjóða og stofnana sem bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2021 hafa ekki enn gert það. Athygli vekur að 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi. Veruleg hætta er á að stofnanir og sjóðir séu notaðar til að þvætta pening og er þörf á að virkja lagaúrræði sem knýr fram skil á ársreikningum að mati Ríkisendurskoðunar. Frá þessu greinir Ríkisendurskoðun sem birt hefur útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi fyrir árið 2021 en aðeins 403 eða um 58 prósent höfðu uppfyllt þessa skyldu í desember 2022, tæpum sex mánuðum eftir eindaga skila. 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi þrátt fyrir ítrekanir árlega. Hætta á að stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta pening Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er vísað til áhættumats Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka frá því í mars 2021 þar sem fjallað var um sjóði og stofnanir og ófullnægjandi skil á ársreikningum. Áhætta af því að slíkar stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning var þar metin veruleg. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Ríkisendurskoðun margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum,“ segir í tilkynningunni. Starfandi frá því fyrir aldamót en aldrei skilað ársreikningi Meðal þeirra sjóða sem hafa aldrei skilað ársreikningi hafa þrír sjóðir eða stofnanir verið starfandi frá því fyrir aldamót, það eru Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur, Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA) og Sjálfseignarstofnunin Skógar. Þá hefur Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni verið starfandi frá árinu 2000 en aldrei skilað reikningi. Þrír sjóðir sem hafa verið starfandi frá því fyrir aldamót hafa aldrei skilað ársreikningi. Ríkisendurskoðun Fleiri minningarsjóðir eru á listanum og styrktarsjóðir, til að mynda Styrktarsjóður gigtveikra barna sem hefur verið starfandi frá 2014 og Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni sem hefur verið stafandi frá 2019. Þá hefur til að mynda Icelandic Wildlife Fund verið starfandi frá 2017 en aldrei skilað ársreikningi líkt og Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sviðslistamiðstöðvar sem hafa verið starfandi frá 2021. Ríkisendurskoðun Sex hafa ekki skilað ársreikningi síðan fyrir 1990, þar á meðal Bókasjóður forsætisembættisins að Bessastöðum sem hefur verið starfandi frá árinu 1969 og Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi sem hafa verið starfandi frá 1987. Útdrátt Ríkisendurskoðun, sem inniheldur meðal annars lista yfir þá sem hafa ekki skilað ársreikningi, má finna hér. Skattar og tollar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Frá þessu greinir Ríkisendurskoðun sem birt hefur útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi fyrir árið 2021 en aðeins 403 eða um 58 prósent höfðu uppfyllt þessa skyldu í desember 2022, tæpum sex mánuðum eftir eindaga skila. 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi þrátt fyrir ítrekanir árlega. Hætta á að stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta pening Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er vísað til áhættumats Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka frá því í mars 2021 þar sem fjallað var um sjóði og stofnanir og ófullnægjandi skil á ársreikningum. Áhætta af því að slíkar stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning var þar metin veruleg. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Ríkisendurskoðun margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum,“ segir í tilkynningunni. Starfandi frá því fyrir aldamót en aldrei skilað ársreikningi Meðal þeirra sjóða sem hafa aldrei skilað ársreikningi hafa þrír sjóðir eða stofnanir verið starfandi frá því fyrir aldamót, það eru Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur, Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA) og Sjálfseignarstofnunin Skógar. Þá hefur Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni verið starfandi frá árinu 2000 en aldrei skilað reikningi. Þrír sjóðir sem hafa verið starfandi frá því fyrir aldamót hafa aldrei skilað ársreikningi. Ríkisendurskoðun Fleiri minningarsjóðir eru á listanum og styrktarsjóðir, til að mynda Styrktarsjóður gigtveikra barna sem hefur verið starfandi frá 2014 og Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni sem hefur verið stafandi frá 2019. Þá hefur til að mynda Icelandic Wildlife Fund verið starfandi frá 2017 en aldrei skilað ársreikningi líkt og Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sviðslistamiðstöðvar sem hafa verið starfandi frá 2021. Ríkisendurskoðun Sex hafa ekki skilað ársreikningi síðan fyrir 1990, þar á meðal Bókasjóður forsætisembættisins að Bessastöðum sem hefur verið starfandi frá árinu 1969 og Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi sem hafa verið starfandi frá 1987. Útdrátt Ríkisendurskoðun, sem inniheldur meðal annars lista yfir þá sem hafa ekki skilað ársreikningi, má finna hér.
Skattar og tollar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira