Ríflega 40 prósent sjóða og stofnana hafa ekki skilað ársreikningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 12:23 Guðmundur Björgvin Helgason Ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríflega fjörutíu prósent allra virkra sjóða og stofnana sem bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2021 hafa ekki enn gert það. Athygli vekur að 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi. Veruleg hætta er á að stofnanir og sjóðir séu notaðar til að þvætta pening og er þörf á að virkja lagaúrræði sem knýr fram skil á ársreikningum að mati Ríkisendurskoðunar. Frá þessu greinir Ríkisendurskoðun sem birt hefur útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi fyrir árið 2021 en aðeins 403 eða um 58 prósent höfðu uppfyllt þessa skyldu í desember 2022, tæpum sex mánuðum eftir eindaga skila. 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi þrátt fyrir ítrekanir árlega. Hætta á að stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta pening Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er vísað til áhættumats Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka frá því í mars 2021 þar sem fjallað var um sjóði og stofnanir og ófullnægjandi skil á ársreikningum. Áhætta af því að slíkar stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning var þar metin veruleg. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Ríkisendurskoðun margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum,“ segir í tilkynningunni. Starfandi frá því fyrir aldamót en aldrei skilað ársreikningi Meðal þeirra sjóða sem hafa aldrei skilað ársreikningi hafa þrír sjóðir eða stofnanir verið starfandi frá því fyrir aldamót, það eru Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur, Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA) og Sjálfseignarstofnunin Skógar. Þá hefur Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni verið starfandi frá árinu 2000 en aldrei skilað reikningi. Þrír sjóðir sem hafa verið starfandi frá því fyrir aldamót hafa aldrei skilað ársreikningi. Ríkisendurskoðun Fleiri minningarsjóðir eru á listanum og styrktarsjóðir, til að mynda Styrktarsjóður gigtveikra barna sem hefur verið starfandi frá 2014 og Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni sem hefur verið stafandi frá 2019. Þá hefur til að mynda Icelandic Wildlife Fund verið starfandi frá 2017 en aldrei skilað ársreikningi líkt og Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sviðslistamiðstöðvar sem hafa verið starfandi frá 2021. Ríkisendurskoðun Sex hafa ekki skilað ársreikningi síðan fyrir 1990, þar á meðal Bókasjóður forsætisembættisins að Bessastöðum sem hefur verið starfandi frá árinu 1969 og Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi sem hafa verið starfandi frá 1987. Útdrátt Ríkisendurskoðun, sem inniheldur meðal annars lista yfir þá sem hafa ekki skilað ársreikningi, má finna hér. Skattar og tollar Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Frá þessu greinir Ríkisendurskoðun sem birt hefur útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi fyrir árið 2021 en aðeins 403 eða um 58 prósent höfðu uppfyllt þessa skyldu í desember 2022, tæpum sex mánuðum eftir eindaga skila. 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi þrátt fyrir ítrekanir árlega. Hætta á að stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta pening Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er vísað til áhættumats Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka frá því í mars 2021 þar sem fjallað var um sjóði og stofnanir og ófullnægjandi skil á ársreikningum. Áhætta af því að slíkar stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning var þar metin veruleg. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Ríkisendurskoðun margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum,“ segir í tilkynningunni. Starfandi frá því fyrir aldamót en aldrei skilað ársreikningi Meðal þeirra sjóða sem hafa aldrei skilað ársreikningi hafa þrír sjóðir eða stofnanir verið starfandi frá því fyrir aldamót, það eru Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur, Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA) og Sjálfseignarstofnunin Skógar. Þá hefur Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni verið starfandi frá árinu 2000 en aldrei skilað reikningi. Þrír sjóðir sem hafa verið starfandi frá því fyrir aldamót hafa aldrei skilað ársreikningi. Ríkisendurskoðun Fleiri minningarsjóðir eru á listanum og styrktarsjóðir, til að mynda Styrktarsjóður gigtveikra barna sem hefur verið starfandi frá 2014 og Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni sem hefur verið stafandi frá 2019. Þá hefur til að mynda Icelandic Wildlife Fund verið starfandi frá 2017 en aldrei skilað ársreikningi líkt og Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sviðslistamiðstöðvar sem hafa verið starfandi frá 2021. Ríkisendurskoðun Sex hafa ekki skilað ársreikningi síðan fyrir 1990, þar á meðal Bókasjóður forsætisembættisins að Bessastöðum sem hefur verið starfandi frá árinu 1969 og Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi sem hafa verið starfandi frá 1987. Útdrátt Ríkisendurskoðun, sem inniheldur meðal annars lista yfir þá sem hafa ekki skilað ársreikningi, má finna hér.
Skattar og tollar Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent