„Verður ekki betra en þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2023 07:00 Mikel Arteta fagnar. Mark Leech/Getty Images „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira