Framherjinn Massimo Coda kom Genoa yfir eftir 12 mínútna leik eftir sendingu frá Albert. Það var eina mark fyrri hálfleiksins en á 58. mínútu jafnaði Andres Tello metin fyrir heimamenn.
Albert var tekinn af velli á 64. mínútu þó svo að Genoa væri í leit að sigurmarki. Það kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. George Puscas með markið eftir sendingu Stefano Sabelli.
— Genoa CFC (@GenoaCFC) January 21, 2023
Lokatölur 2-1 Genoa í vil sem er því áfram í 3. sæti Serie B. Albert og félagar eru með jafn mörg stig og Reggina sem situr í 2. sæti en þremur minna en topplið Frosinone sem á leik til góða.