Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik Jakob Snær Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 23:16 Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni eins og svo oft áður. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld. Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“ Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“
Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57