Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik Jakob Snær Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 23:16 Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni eins og svo oft áður. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld. Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“ Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“
Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57