Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 13:05 Sundar Pichai, forstjóri Alphabet og Google, sagði fyrirtækið hafa vaxið um of á tímum Covid. EPA/Alphabet Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag. Pichai sagði í tölvupósti sem hann sendi á starfsmenn og var birtur á vef Alphabet að undanfarin tvö ár hefði mikill vöxtur orðið á rekstri fyrirtækisins og margir hefðu verið ráðnir til starfa til að annast þann vöxt. Nú væru efnahagsástæður samt töluvert öðruvísi. Önnur stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Meta og fleiri hafa sagt upp tugum þúsunda manna að undanförnu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa stærstu tæknifyrirtækin sagt upp minnst 48 þúsund manns í þessum mánuði. Í lok síðasta árs sögðu forsvarsmenn Alphabet að nærri því 187 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Miðað við það er verið að segja upp rúmlega sex prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins. Í áðurnefndum tölvupósti Pichai sagðist hann sá stórt tækifæri í þróun gervigreindar en þar væri nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir. Búið væri að framkvæma endurskoðun með því markmiði að ganga úr skugga um að starfsmannamál félaganna væru í takt við áherslur þeirra. Uppsagnirnar tækju hliðsjón af þessari endurskoðun. Pichai sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að tæplega aldarfjórðungsgamalt fyrirtæki gengi í gegnum erfiðar tíma. Þá tíma yrði að nota til að skerpa línurnar og endurskipuleggja starfsemi. Hann vísaði aftur til þróunar gervigreindar og sagði að ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum um að leggja meiri áherslu á þessa vinnu hefði skilað miklum árangri fyrir Google. Vörur fyrirtækisins hefðu aldrei verið betri og verið væri að leggja grunn að nýrri upplifun viðskiptavina. Google Bandaríkin Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Pichai sagði í tölvupósti sem hann sendi á starfsmenn og var birtur á vef Alphabet að undanfarin tvö ár hefði mikill vöxtur orðið á rekstri fyrirtækisins og margir hefðu verið ráðnir til starfa til að annast þann vöxt. Nú væru efnahagsástæður samt töluvert öðruvísi. Önnur stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Meta og fleiri hafa sagt upp tugum þúsunda manna að undanförnu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa stærstu tæknifyrirtækin sagt upp minnst 48 þúsund manns í þessum mánuði. Í lok síðasta árs sögðu forsvarsmenn Alphabet að nærri því 187 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Miðað við það er verið að segja upp rúmlega sex prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins. Í áðurnefndum tölvupósti Pichai sagðist hann sá stórt tækifæri í þróun gervigreindar en þar væri nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir. Búið væri að framkvæma endurskoðun með því markmiði að ganga úr skugga um að starfsmannamál félaganna væru í takt við áherslur þeirra. Uppsagnirnar tækju hliðsjón af þessari endurskoðun. Pichai sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að tæplega aldarfjórðungsgamalt fyrirtæki gengi í gegnum erfiðar tíma. Þá tíma yrði að nota til að skerpa línurnar og endurskipuleggja starfsemi. Hann vísaði aftur til þróunar gervigreindar og sagði að ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum um að leggja meiri áherslu á þessa vinnu hefði skilað miklum árangri fyrir Google. Vörur fyrirtækisins hefðu aldrei verið betri og verið væri að leggja grunn að nýrri upplifun viðskiptavina.
Google Bandaríkin Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent