Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2023 21:20 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf níu stoðsendingar. Vísir/Vilhelm Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. Íslenska liðið var án Arons Pálmarssonar en hann meiddist í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum í fyrradag. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði Ómar Ingi Magnússon lítið í kvöld vegna meiðsla. Án þeirra tveggja var brekkan ansi brött. Eins og svo oft áður var sænskur markvörður helsti munurinn á þessum tveimur liðum. Tobias Thulin byrjaði í marki Svía og varði sjö skot (35 prósent). Það var samt bara lognið á undan helvítis storminum því Andreas Palicka, fyrirliði Svíþjóðar, varði þrettán skot (43 prósent), flest hver úr dauðafærum. Á meðan varði Viktor Gísli Hallgrímsson sextán skot (39 prósent) en sú tölfræði blekkir því í flestum tilfellum var dæmt auka- eða vítakast eftir að hann varði. Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum og skoraði átta mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor. Sá síðarnefndi kom inn á í seinni hálfleik, byrjaði sterkt en var svo af einhverjum óskiljanlegum ástæðum tekinn út af. Hann kom svo aftur inn á undir lokin og bætti þá þremur mörkum við. Íslenska liðið þarf að vinna Brasilíu á sunnudaginn og treysta á hagstæð úrslit í hinum leikjunum til að eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit og þar af leiðandi í forkeppni Ólympíuleikanna 2024. En líkurnar á því eru litlar. Vonin lifir þótt veik sé. Erfið byrjun Einhver skrekkur virtist í Íslendingum í upphafi leiks. Svíar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og útlitið var ekki bjart. En eftir um tíu mínútur breyttist leikurinn. Vörnin þéttist, Viktor Gísli kom sterkur inn í markið og Gísli tók stjórnina í sókninni. Hann var stórkostlegur í fyrri hálfleik með fjögur mörk og sex stoðsendingar. Eins og í öðrum leikjum keppninnar fékk hann samt ekkert aukalega frá dómurunum en það er á köflum ótrúlegt að fylgjast með því hversu mikið það virðist mega tuska Hafnfirðinginn til. Svíar komust í 9-11 en Íslendingar svöruðu með frábærum 4-0 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 13-11. Þá Glenn Solberg, þjálfari sænska liðsins, leikhlé. Átta eitt kafli Hvað svo sem hann sagði, þá virkaði það vel því Svíar skoruðu sex af síðustu níu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu 16-17 að honum loknum. Sóknarleikurinn var ofan á í fyrri hálfleik enda voru 33 mörk skoruð í honum og skotnýting beggja liða stórgóð (73 prósent hjá Íslandi og 77 prósent hjá Svíþjóð). Svíar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu fjögurra marka forskoti, 16-20. Þeir höfðu þá skorað átta mörk gegn einu Íslendingar frá því staðan var 15-12, okkar mönnum í vil. Sóknarleikurinn var mjög stirður á þessum kafla og ekki bætti úr skák að þegar Íslendingar komust í færi varði Palicka þau, nema þegar hann mætti Bjarka Má. Eftir þennan 8-1 kafla voru Svíar með leikinn í hendi sér. Glugginn opnaðist aðeins þegar Sigvaldi Guðjónsson minnkaði muninn í 23-25 en Svíar skoruðu tvö mörk í röð og hrifsuðu frumkvæðið aftur til sín. Frábær Gottfridsson Undir lokin stýrði Jim Gottfridsson, leikstjórnandi Svíþjóðar, svo öllu inni á vellinum; stýrði sænsku sókninni af snilld og var ásamt Palicka maður leiksins. Hann skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum og gaf níu stoðsendingar. Lucas Pellas var markahæstur Svía með átta mörk og Niclas Ekberg sex. Íslendingar reyndu og reyndu en það var við ofurefli að etja. Það má alltaf horfa í hvað hefði gerst ef dauðafærin hefðu skilað fleiri mörkum en íslenska vörnin var ekki nógu sterk til að vinna leik sem þennan og munurinn á markvörslunni of mikill. Þá var það blóðugt að vera án Arons og Ómars í leik sem þessum. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 30-35, og Svíar því komnir í átta liða úrslit. Þar verða Íslendingar líklegast ekki en það er allavega einn leikur eftir, gegn Brasilíumönnum á sunnudaginn, og hann þarf að klára með stæl. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta
Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. Íslenska liðið var án Arons Pálmarssonar en hann meiddist í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum í fyrradag. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði Ómar Ingi Magnússon lítið í kvöld vegna meiðsla. Án þeirra tveggja var brekkan ansi brött. Eins og svo oft áður var sænskur markvörður helsti munurinn á þessum tveimur liðum. Tobias Thulin byrjaði í marki Svía og varði sjö skot (35 prósent). Það var samt bara lognið á undan helvítis storminum því Andreas Palicka, fyrirliði Svíþjóðar, varði þrettán skot (43 prósent), flest hver úr dauðafærum. Á meðan varði Viktor Gísli Hallgrímsson sextán skot (39 prósent) en sú tölfræði blekkir því í flestum tilfellum var dæmt auka- eða vítakast eftir að hann varði. Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum og skoraði átta mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor. Sá síðarnefndi kom inn á í seinni hálfleik, byrjaði sterkt en var svo af einhverjum óskiljanlegum ástæðum tekinn út af. Hann kom svo aftur inn á undir lokin og bætti þá þremur mörkum við. Íslenska liðið þarf að vinna Brasilíu á sunnudaginn og treysta á hagstæð úrslit í hinum leikjunum til að eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit og þar af leiðandi í forkeppni Ólympíuleikanna 2024. En líkurnar á því eru litlar. Vonin lifir þótt veik sé. Erfið byrjun Einhver skrekkur virtist í Íslendingum í upphafi leiks. Svíar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og útlitið var ekki bjart. En eftir um tíu mínútur breyttist leikurinn. Vörnin þéttist, Viktor Gísli kom sterkur inn í markið og Gísli tók stjórnina í sókninni. Hann var stórkostlegur í fyrri hálfleik með fjögur mörk og sex stoðsendingar. Eins og í öðrum leikjum keppninnar fékk hann samt ekkert aukalega frá dómurunum en það er á köflum ótrúlegt að fylgjast með því hversu mikið það virðist mega tuska Hafnfirðinginn til. Svíar komust í 9-11 en Íslendingar svöruðu með frábærum 4-0 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 13-11. Þá Glenn Solberg, þjálfari sænska liðsins, leikhlé. Átta eitt kafli Hvað svo sem hann sagði, þá virkaði það vel því Svíar skoruðu sex af síðustu níu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu 16-17 að honum loknum. Sóknarleikurinn var ofan á í fyrri hálfleik enda voru 33 mörk skoruð í honum og skotnýting beggja liða stórgóð (73 prósent hjá Íslandi og 77 prósent hjá Svíþjóð). Svíar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu fjögurra marka forskoti, 16-20. Þeir höfðu þá skorað átta mörk gegn einu Íslendingar frá því staðan var 15-12, okkar mönnum í vil. Sóknarleikurinn var mjög stirður á þessum kafla og ekki bætti úr skák að þegar Íslendingar komust í færi varði Palicka þau, nema þegar hann mætti Bjarka Má. Eftir þennan 8-1 kafla voru Svíar með leikinn í hendi sér. Glugginn opnaðist aðeins þegar Sigvaldi Guðjónsson minnkaði muninn í 23-25 en Svíar skoruðu tvö mörk í röð og hrifsuðu frumkvæðið aftur til sín. Frábær Gottfridsson Undir lokin stýrði Jim Gottfridsson, leikstjórnandi Svíþjóðar, svo öllu inni á vellinum; stýrði sænsku sókninni af snilld og var ásamt Palicka maður leiksins. Hann skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum og gaf níu stoðsendingar. Lucas Pellas var markahæstur Svía með átta mörk og Niclas Ekberg sex. Íslendingar reyndu og reyndu en það var við ofurefli að etja. Það má alltaf horfa í hvað hefði gerst ef dauðafærin hefðu skilað fleiri mörkum en íslenska vörnin var ekki nógu sterk til að vinna leik sem þennan og munurinn á markvörslunni of mikill. Þá var það blóðugt að vera án Arons og Ómars í leik sem þessum. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 30-35, og Svíar því komnir í átta liða úrslit. Þar verða Íslendingar líklegast ekki en það er allavega einn leikur eftir, gegn Brasilíumönnum á sunnudaginn, og hann þarf að klára með stæl.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti