HM-maðurinn segir alla hljóta að skilja hitann Sunna Sæmundsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 19. janúar 2023 19:30 Feðginin Karl Björgvin Brynjólfsson og Edda Mjöll Dungal Karlsdóttir. vísir/samsett Sterkar tilfinningar HM-mannsins svokallaða yfir leikjum á stórmótum hafa vakið mikla athygli og kátínu landsmanna. Hann er nú staddur í Gautaborg og segir hvern einasta Íslending hljóta að skilja hitann. Frammistaða Karls Björgvins Brynjólfssonar í stúkunni á heimsmeistaramótinu í handbolta hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar, líkt og reyndar í sófanum heima, virðist hann óhræddur við að sýna tilfinningar sínar. @chuggedda HM Karlinn lætur sig ekki vanta í Svíþjóð original sound - ChuggEDDA Á bak við myndavélina er dóttir hans Edda Mjöll sem lætur fátt fram hjá sér fara. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina. En ég næ sko alveg að horfa á leikina og mynda hann,“ segir Edda glettin. Margir eru eflaust þakklátir fyrir metnaðinn en yfir hundrað þúsund þúsund manns hafa til dæmis horft á tilfinningaþrungin viðbrögð Karls við frammistöðu liðsins á Evrópumótinu í fyrra. „Ég hef bara alist upp við þetta. Svona hefur alltaf verið inn á heimilinu mínu og ég bara byrjaði að taka upp og fólk brást svona við.“ @chuggedda Handboltinn fer misvel í suma. Hér sést HM-karlinn (einnig þekktur sem pabbi ársins) missa sig yfir handboltanum #hmkarlinn #emhandbolti original sound - ChuggEDDA Karl segir hitann fullkomlega eðlilegan. „Þetta er bara eins og ég held að allir séu heima hjá sér. Nema það eru bara ekki allir að henda því á Tiktok eða Facebook eða eitthvað,“ segir Karl og skýtur létt á dóttur sína. „En ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar hann er að horfa á landsleiki með íslenska landsliðinu.“ Þá var hann ekki í miklum vandræðum með að svara fyrir hrekkinn þegar fréttamaður rakst á feðginin í Gautaborg. „Fyrir ykkur sem heima sitjið - bara áfram Ísland og svo er dóttir mín 29 ára gömul og býr enn þá heima. Hún er á lausu og í guðanna bænum, getur ekki bara einhver, einhver, skoðað það,“ segir Karl og hlær. HM 2023 í handbolta Handbolti Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Frammistaða Karls Björgvins Brynjólfssonar í stúkunni á heimsmeistaramótinu í handbolta hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar, líkt og reyndar í sófanum heima, virðist hann óhræddur við að sýna tilfinningar sínar. @chuggedda HM Karlinn lætur sig ekki vanta í Svíþjóð original sound - ChuggEDDA Á bak við myndavélina er dóttir hans Edda Mjöll sem lætur fátt fram hjá sér fara. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina. En ég næ sko alveg að horfa á leikina og mynda hann,“ segir Edda glettin. Margir eru eflaust þakklátir fyrir metnaðinn en yfir hundrað þúsund þúsund manns hafa til dæmis horft á tilfinningaþrungin viðbrögð Karls við frammistöðu liðsins á Evrópumótinu í fyrra. „Ég hef bara alist upp við þetta. Svona hefur alltaf verið inn á heimilinu mínu og ég bara byrjaði að taka upp og fólk brást svona við.“ @chuggedda Handboltinn fer misvel í suma. Hér sést HM-karlinn (einnig þekktur sem pabbi ársins) missa sig yfir handboltanum #hmkarlinn #emhandbolti original sound - ChuggEDDA Karl segir hitann fullkomlega eðlilegan. „Þetta er bara eins og ég held að allir séu heima hjá sér. Nema það eru bara ekki allir að henda því á Tiktok eða Facebook eða eitthvað,“ segir Karl og skýtur létt á dóttur sína. „En ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar hann er að horfa á landsleiki með íslenska landsliðinu.“ Þá var hann ekki í miklum vandræðum með að svara fyrir hrekkinn þegar fréttamaður rakst á feðginin í Gautaborg. „Fyrir ykkur sem heima sitjið - bara áfram Ísland og svo er dóttir mín 29 ára gömul og býr enn þá heima. Hún er á lausu og í guðanna bænum, getur ekki bara einhver, einhver, skoðað það,“ segir Karl og hlær.
HM 2023 í handbolta Handbolti Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira