Hjartans dýrin Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 17. janúar 2023 18:31 Voff, voff, voff er hljóðið sem bíður mín í hvert skipti sem ég kem inn á heimili mitt. Þar bíður mín hoppandi, skoppandi hundur sem hefur ekki enn uppgötvað að hann er ekki kengúra. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort það sé hans heitasta ósk að komast upp í faðminn minn og fá smá klapp og knús. Og þegar maður vill ekkert frekar gera þá er það er frekar erfitt að standast þetta, hrista í staðinn hausinn, reyna nú að vera ábyrgt hundaforeldri og segja við kærleiksperluna, nei sestu, kjurr, vertu rólegur, rétt á meðan maður gengur frá kápu og skóm. Ekki það að ég sé sérstaklega ábyrgt hundaforeldri. Þessi gæska kemst upp með ansi margt. Hann labbar um eins og hann ráði öllu, svolítið ólmur þegar hann tosar mig og teygir í allar áttir úti á röltinu, og geltir viðstöðulaust þegar ókunnugir nálgast húsið. Ég viðurkenni að mér þykir það svolítið sætt að hann vilji passa svona vel upp á mig, en þetta er kannski ekki svo kurteist við greyið fólkið sem er að labba mér að meinleysu út fyrir húsið. Svo er hann kominn í einhverja geltkeppni við hundinn í næsta húsi, mér til mikillar armæðu. Því hvað á maður að gera? Mér finnst ekkert gaman að öskra á hann og ekki ætla ég mér að sparka í hann. Ég hef reynt að standa rólega yfir honum og múta honum með hundanammi. Það hefur svo sem virkað stundum. En svo um daginn uppgötvaði ég tæra snilld sem mig langar svo mikið til að deila með ykkur. Ég keypti brúsa, fullan af lofti, sem hægt er að spreyja í átt að honum þegar hann er óþekkur strákur. Ég gekk út úr búðinni, muldrandi í barminn, nei Birna, ekki er öll vitleysan eins hjá þér, þetta virkar aldrei. En viti menn, nú þegar hundurinn í næsta húsi er byrjaður að gelta, þá pásar hundurinn áður en hann veður áfram í geltkeppnina. Ég sé hann líta til mín og ég get svo svarið það, ég heyra hann hugsa, er mamma með brúsann, hvar er brúsinn, hvað ætlar mamma að gera, hvar er brúsinn? Og ef hann sér mig teygja eftir brúsanum þá bara þegir hann. Ég var síðan að horfa á Joe Rogan um daginn og þar var mættur viðmælandi til hans sem tengdi mig við þessa sögu. Viðmælandinn fór að tala um hvernig þeir í Belgíu hafa verið að gefa hverju húshaldi sem vill 3 hænur og hvernig það hefur sparað þvílíkt mörg tonn í úrgangi. Því hænur borða allan matarafgang af heimilum. Tölurnar þóttu mér smá lygilegar svo ég fór og staðreynda prófaði þetta, og jú þetta er vissulega rétt. Það hafa þó nokkrir bæir verið að gera þetta í Belgíu og þeim fer fjölgandi. En lygilegar eru tölurnar svo ekki ætla ég að bera ábyrgð og skrá þær niður hér. Og hvernig í ósköpunum tengi ég hænurnar við hundinn minn. Jú, því nágranni minn átti nokkrar hænur sem mér þótti býsna æðislegar. Það var eitthvað við þetta hljóð sem kom frá þeim, í miðri stórborginni, sem veitti mér hlýju. Þær gengu hér lausar um í hverfinu, næstum okkur öllum til mikillar ánægju og voru svo mættar stundvíslega aftur í búrið sitt á kvöldin. Alls ekki mikil læti í þeim og engin þeirra sýndi þá bíræfni að vilja læra að gala. Ef kettirnir reyndu að hoppa á þær, þá mátti bara signa sig og segja ,,Guð blessi köttinn” því hænurnar voru alls ekkert lamb að leika sér við. Mér þótti það þó ekkert svo fyndið þegar ég einn daginn var að reyna að koma fullu fangi af matarpokum inn um útidyrahurðina. Venjulega opna ég hurðina mjög varlega, læt litla rák myndast, skipa hundinum að setjast, smeygi öðrum fætinum listilega inn í rákina og læt búkinn fylgja, mjög passasöm upp á að hundspottið nái ekki að fá neina aðkomu að frelsinu. En einhvern veginn náði hundurinn að sýna þær skollakúnstir að smeygja sér fram hjá mér og taka á rás eftir hænunum. Jeminn eini, mikið var ég hrædd. Hann er kannski ekkert svo stór en hann kann að bíta, og ekki vildi ég verða valdur að hræðilegum hænuskaða. En það var sem betur fer töggur í hænunum og þær náðu að víkja honum frá, svona rétt áður en ég náði að klófesta pörupiltinn. Auðvitað leið mér ekkert svo vel eftir þennan atburð. Það er auðvitað ekki í lagi þegar mitt dýr ræðst að öðru dýri. En hvernig á maður að díla við svona aðstæður. Ég og nágranninn náðum sem betur fer að leysa þetta í mesta bróðerni. En það getur orðið svo mikill skaphiti í fólki í aðstæðum þar sem dýrin manns lenda í ryskingum við önnur dýr. Kannski verður maður að segja auðvitað skiljanlega því manni þykir svo vænt um dýrin sín. Og hvort sem að sökin er okkar eigin eða annara, þá getur blossað upp í manni blóðhiti þegar kemur til varnar dýrinu. Það er svo skrítið hversu mikil reiðin getur orðið þegar maður hefur þörf á að vernda einhvern og eitthvað sem maður elskar. Maður getur ekki annað en dáðst að slíkri reiði, því þetta fyrir mér er falleg reiði. Þetta er reiði sem sýnir hversu mikið manneskjan getur elskað. En hvort sem reiðin sé tilkomin vegna ástar eða annara hluta eins og frekju þá er ekkert sérstaklega gaman að vera í aðstæðum þar sem tilfinningaflóðið tekur öll völd. Ég held að það veiti ekki af umræðu svona annars slagið inn í samfélagið til að minna okkur nú á að anda djúpt ef slíkar aðstæður koma upp. Hvernig sem aðstæður hafa þróast þá er atburðurinn liðinn, og kannski bara vænst að taka skynsamlega næstu skref í átt að sáttum. Með þetta í huga þá langar mig til að koma með tillögu til hverfisgrúppna á facebook. Nú er svo kalt í lofti og litlu fuglarnir ansi svangir. Það er verulega fagurt þegar fólk tekur sig til og gefur fuglunum eitthvað að borða. Eitthvað er þó um það að gjöful viðleitni sumra sé stillt upp á almennings svæðum þar sem hundar vafra um á röltinu. Og stundum geta dýrmætu gjafirnar reynst vera óhollar í maga hunda. Maður reynir eftir fyllsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir að hundurinn rati á góssið, en það er stundum ekki alltaf að takast, sérstaklega nú þegar það er svo dimmt og augnsjón er kannski ekki eins góð og áður. Ég var að pæla hvort það gæti verið góð hugmynd að setja upp nokkur svæði innan hverfa þar sem óhætt er að leggja frá sér góssið og við hundaeigendur getum forðast eins og heitan eldinn? Eitthvað opið svæði svo fuglarnir geti séð hvort að stöku kettir séu að liggja í laumi, svæði sem margir geta sameiginlega hugað að og fært á það veitingar í miðjum labbitúrnum. Svæði sem fuglarnir læra að þekkja að bjóði upp á gersemar. Sannkölluð fuglafriðlönd í miðri borg. Dýrin skapa oft verðug verkefni fyrir okkur mannfólkið til að leysa. Og það er þess virði að leysa þau þar sem dýrin eru tenging okkar við ástina. Öll knúsin og faðmlögin eru svo góð fyrir oxytocin framleiðsluna, sem umvefur hjartað og heilar það. Auðvitað gæti maður svo sem labbað í Hagkaup og keypt sér stóran knúsubangsa í staðinn, en ég held að Hagkaup sé ekki alveg að skilja þetta. Stærsti knúsubangsinn þar er bara 120 cm og hann er sko ekki gefins, því hann kostar heilar 30. þúsund krónur. Ég veit ekki alveg um ykkur en ég sé ekki mikið fútt í því að kaupa mér svona lítinn bangsa ef ég á annan stað ætla mér að leggja í þann leiðangur að kaupa mér knúsubangsa. Já, nei ég held að slíkur leiðangur sé ekki fyrir mig. Ég held ég hafi bara fundið miklu notalegri lausn, með því að leyfa hundinum að hoppa upp í og kúra hjá manni. Nú fer svo óðum að styttast í 20 febrúar sem er dagur sem hefur verið tileinkaður ást manns á gæludýrum. Kannski er kominn tími hjá mér að skipuleggja þann merkilega dag. Ég kalla eftir skemmtilegum hugmyndum um hvernig má sýna ást í verki og fagna gæludýrunum okkar á þeim merka degi. Takk fyrir mig og megið þið njóta dagsins með öllum þeim ljúfu knúsum sem ykkur standa til boða. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Dýr Gæludýr Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Voff, voff, voff er hljóðið sem bíður mín í hvert skipti sem ég kem inn á heimili mitt. Þar bíður mín hoppandi, skoppandi hundur sem hefur ekki enn uppgötvað að hann er ekki kengúra. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort það sé hans heitasta ósk að komast upp í faðminn minn og fá smá klapp og knús. Og þegar maður vill ekkert frekar gera þá er það er frekar erfitt að standast þetta, hrista í staðinn hausinn, reyna nú að vera ábyrgt hundaforeldri og segja við kærleiksperluna, nei sestu, kjurr, vertu rólegur, rétt á meðan maður gengur frá kápu og skóm. Ekki það að ég sé sérstaklega ábyrgt hundaforeldri. Þessi gæska kemst upp með ansi margt. Hann labbar um eins og hann ráði öllu, svolítið ólmur þegar hann tosar mig og teygir í allar áttir úti á röltinu, og geltir viðstöðulaust þegar ókunnugir nálgast húsið. Ég viðurkenni að mér þykir það svolítið sætt að hann vilji passa svona vel upp á mig, en þetta er kannski ekki svo kurteist við greyið fólkið sem er að labba mér að meinleysu út fyrir húsið. Svo er hann kominn í einhverja geltkeppni við hundinn í næsta húsi, mér til mikillar armæðu. Því hvað á maður að gera? Mér finnst ekkert gaman að öskra á hann og ekki ætla ég mér að sparka í hann. Ég hef reynt að standa rólega yfir honum og múta honum með hundanammi. Það hefur svo sem virkað stundum. En svo um daginn uppgötvaði ég tæra snilld sem mig langar svo mikið til að deila með ykkur. Ég keypti brúsa, fullan af lofti, sem hægt er að spreyja í átt að honum þegar hann er óþekkur strákur. Ég gekk út úr búðinni, muldrandi í barminn, nei Birna, ekki er öll vitleysan eins hjá þér, þetta virkar aldrei. En viti menn, nú þegar hundurinn í næsta húsi er byrjaður að gelta, þá pásar hundurinn áður en hann veður áfram í geltkeppnina. Ég sé hann líta til mín og ég get svo svarið það, ég heyra hann hugsa, er mamma með brúsann, hvar er brúsinn, hvað ætlar mamma að gera, hvar er brúsinn? Og ef hann sér mig teygja eftir brúsanum þá bara þegir hann. Ég var síðan að horfa á Joe Rogan um daginn og þar var mættur viðmælandi til hans sem tengdi mig við þessa sögu. Viðmælandinn fór að tala um hvernig þeir í Belgíu hafa verið að gefa hverju húshaldi sem vill 3 hænur og hvernig það hefur sparað þvílíkt mörg tonn í úrgangi. Því hænur borða allan matarafgang af heimilum. Tölurnar þóttu mér smá lygilegar svo ég fór og staðreynda prófaði þetta, og jú þetta er vissulega rétt. Það hafa þó nokkrir bæir verið að gera þetta í Belgíu og þeim fer fjölgandi. En lygilegar eru tölurnar svo ekki ætla ég að bera ábyrgð og skrá þær niður hér. Og hvernig í ósköpunum tengi ég hænurnar við hundinn minn. Jú, því nágranni minn átti nokkrar hænur sem mér þótti býsna æðislegar. Það var eitthvað við þetta hljóð sem kom frá þeim, í miðri stórborginni, sem veitti mér hlýju. Þær gengu hér lausar um í hverfinu, næstum okkur öllum til mikillar ánægju og voru svo mættar stundvíslega aftur í búrið sitt á kvöldin. Alls ekki mikil læti í þeim og engin þeirra sýndi þá bíræfni að vilja læra að gala. Ef kettirnir reyndu að hoppa á þær, þá mátti bara signa sig og segja ,,Guð blessi köttinn” því hænurnar voru alls ekkert lamb að leika sér við. Mér þótti það þó ekkert svo fyndið þegar ég einn daginn var að reyna að koma fullu fangi af matarpokum inn um útidyrahurðina. Venjulega opna ég hurðina mjög varlega, læt litla rák myndast, skipa hundinum að setjast, smeygi öðrum fætinum listilega inn í rákina og læt búkinn fylgja, mjög passasöm upp á að hundspottið nái ekki að fá neina aðkomu að frelsinu. En einhvern veginn náði hundurinn að sýna þær skollakúnstir að smeygja sér fram hjá mér og taka á rás eftir hænunum. Jeminn eini, mikið var ég hrædd. Hann er kannski ekkert svo stór en hann kann að bíta, og ekki vildi ég verða valdur að hræðilegum hænuskaða. En það var sem betur fer töggur í hænunum og þær náðu að víkja honum frá, svona rétt áður en ég náði að klófesta pörupiltinn. Auðvitað leið mér ekkert svo vel eftir þennan atburð. Það er auðvitað ekki í lagi þegar mitt dýr ræðst að öðru dýri. En hvernig á maður að díla við svona aðstæður. Ég og nágranninn náðum sem betur fer að leysa þetta í mesta bróðerni. En það getur orðið svo mikill skaphiti í fólki í aðstæðum þar sem dýrin manns lenda í ryskingum við önnur dýr. Kannski verður maður að segja auðvitað skiljanlega því manni þykir svo vænt um dýrin sín. Og hvort sem að sökin er okkar eigin eða annara, þá getur blossað upp í manni blóðhiti þegar kemur til varnar dýrinu. Það er svo skrítið hversu mikil reiðin getur orðið þegar maður hefur þörf á að vernda einhvern og eitthvað sem maður elskar. Maður getur ekki annað en dáðst að slíkri reiði, því þetta fyrir mér er falleg reiði. Þetta er reiði sem sýnir hversu mikið manneskjan getur elskað. En hvort sem reiðin sé tilkomin vegna ástar eða annara hluta eins og frekju þá er ekkert sérstaklega gaman að vera í aðstæðum þar sem tilfinningaflóðið tekur öll völd. Ég held að það veiti ekki af umræðu svona annars slagið inn í samfélagið til að minna okkur nú á að anda djúpt ef slíkar aðstæður koma upp. Hvernig sem aðstæður hafa þróast þá er atburðurinn liðinn, og kannski bara vænst að taka skynsamlega næstu skref í átt að sáttum. Með þetta í huga þá langar mig til að koma með tillögu til hverfisgrúppna á facebook. Nú er svo kalt í lofti og litlu fuglarnir ansi svangir. Það er verulega fagurt þegar fólk tekur sig til og gefur fuglunum eitthvað að borða. Eitthvað er þó um það að gjöful viðleitni sumra sé stillt upp á almennings svæðum þar sem hundar vafra um á röltinu. Og stundum geta dýrmætu gjafirnar reynst vera óhollar í maga hunda. Maður reynir eftir fyllsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir að hundurinn rati á góssið, en það er stundum ekki alltaf að takast, sérstaklega nú þegar það er svo dimmt og augnsjón er kannski ekki eins góð og áður. Ég var að pæla hvort það gæti verið góð hugmynd að setja upp nokkur svæði innan hverfa þar sem óhætt er að leggja frá sér góssið og við hundaeigendur getum forðast eins og heitan eldinn? Eitthvað opið svæði svo fuglarnir geti séð hvort að stöku kettir séu að liggja í laumi, svæði sem margir geta sameiginlega hugað að og fært á það veitingar í miðjum labbitúrnum. Svæði sem fuglarnir læra að þekkja að bjóði upp á gersemar. Sannkölluð fuglafriðlönd í miðri borg. Dýrin skapa oft verðug verkefni fyrir okkur mannfólkið til að leysa. Og það er þess virði að leysa þau þar sem dýrin eru tenging okkar við ástina. Öll knúsin og faðmlögin eru svo góð fyrir oxytocin framleiðsluna, sem umvefur hjartað og heilar það. Auðvitað gæti maður svo sem labbað í Hagkaup og keypt sér stóran knúsubangsa í staðinn, en ég held að Hagkaup sé ekki alveg að skilja þetta. Stærsti knúsubangsinn þar er bara 120 cm og hann er sko ekki gefins, því hann kostar heilar 30. þúsund krónur. Ég veit ekki alveg um ykkur en ég sé ekki mikið fútt í því að kaupa mér svona lítinn bangsa ef ég á annan stað ætla mér að leggja í þann leiðangur að kaupa mér knúsubangsa. Já, nei ég held að slíkur leiðangur sé ekki fyrir mig. Ég held ég hafi bara fundið miklu notalegri lausn, með því að leyfa hundinum að hoppa upp í og kúra hjá manni. Nú fer svo óðum að styttast í 20 febrúar sem er dagur sem hefur verið tileinkaður ást manns á gæludýrum. Kannski er kominn tími hjá mér að skipuleggja þann merkilega dag. Ég kalla eftir skemmtilegum hugmyndum um hvernig má sýna ást í verki og fagna gæludýrunum okkar á þeim merka degi. Takk fyrir mig og megið þið njóta dagsins með öllum þeim ljúfu knúsum sem ykkur standa til boða. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun