Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 13:13 Carrick hefur starfað innan lífvarðasveitar lögreglunnar í Lundúnum, sem vörður og lífvörður. EPA/AP Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki. Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki.
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira