Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2023 12:39 Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst. aðsend Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira