Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. janúar 2023 14:34 Gervigreindarspjallforritið ChatGPT kom út 30. nóvember sl. og hefur farið um snjallsíma fólks eins og eldur í sinu. Skólanemendur geta notað það til að leysa nánast hvaða vandamál eða verkefni sem er. Jakub Porzycki/Getty Images Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess. Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess.
Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59