Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 08:01 Michael Pollan höfundur How to Change Your Minds á Netflix var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um hugvíkkandi efni í læknisfræði í Hörpu. Hann telur slík efni geta verið bylting í meðferð við geðsjúkdómum en mikilvægt sé að nálgast viðfangsefnið á faglegan máta og láta vísindin ráða för. Vísir/Arnar Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum. Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum.
Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira