Mendy, sem er leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, var sýknaður af ákæru um sex nauðganir og eitt kynferðisbrot til viðbótar.
Benjamin Mendy has been cleared of six rape charges, and will face a second trial on one count of rape and one of attempted rape after jurors could not reach verdicts https://t.co/GE6jiR2w4W
— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2023
Kviðdómurinn gat ekki komið sér saman um eina nauðgunarákæru og eina ákæru um tilraun til nauðgunar. Kviðdómurinn var búinn að funda í fjórtán daga um þær ákærur án þess að komast að niðurstöðu.
Mendy var ekki sá eini sem var ákærður því vinur hans, hinn 41 árs gamli Louis Saha Matturie, var einnig ákærður um sex brot gegn ungum konum.
Matturie var einnig sýknaður af þremur nauðgunarákærum. Kviðdómurinn gat ekki komið sér saman um þrjár nauðgunarákærur á hendur honum sem og þrjár ákærur um kynferðisbrot.
Mendy hélt um andlit sitt með báðum höndum þegar yfirmaður kvikdómsins endurtók „ekki sekur“ sex sinnum.
Þetta snerti fjórar ungar konur eða táninga.
Mendy er þó allt annað en laus allra mála. Ákæruvaldið sækist eftir nýjum réttarhöldum yfir þeim Mendy og Matturie sem verður væntanlega raunin eftir að kvikdómur gat ekki komist að niðurstöðu.