Strickland og Gestelum áttu að mætast í aðalbardaga á bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn. Ekkert verður þó af honum því Gestelum meiddist. Í staðinn mætir Strickland Nassourdine Imavov.
Strickland segir að Imavov verði lítil fyrirstaða fyrir sig og skaut föstum skotum á hann og landa hans en Imavov er fæddur í Frakklandi.
„Ég veit ekki einu sinni hvernig á að segja helvítis nafnið hans. Köllum hann bara Frakka. Og ef við höfum lært eitthvað um þá og í hverju eru þeir bestir? Að gefast upp,“ sagði Strickland.
„Ég hef eiginlega ekki horft á hann berjast. Ég veit að hann vill ná þungum höggum en hann er samt helvítis Frakki. Þeir eru aumingjar. Það eina sem Frakkar eru góðir í er að halda framhjá og gefast upp og tapa bardögum. Við sjáum hvað setur. Kannski er hann öðruvísi.“
Strickland hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum. Hann er í 7. sæti á styrkleikalista millivigtarinnar. Imaov hefur aftur á móti unnið þrjá bardaga í röð og er í 12. sæti styrkleikalistans.