Hafa áhyggjur af öryggi fólks eftir árás á lestarstöð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:30 Franskir ráðamenn hafa áhyggjur af öryggismálum í kringum ÓL 2024 í París. Getty Samkvæmt skýrslu sem lögð hefur verið fyrir franska þingið þarf að hafa hraðar hendur varðandi öryggisáætlun í kringum Ólympíuleikana sem fara fram í París á næsta ári. Tíðindin berast í skugga hnífsstunguárásar á lestarstöð í borginni í fyrrimorgun. Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september. Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september.
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira