Hafa áhyggjur af öryggi fólks eftir árás á lestarstöð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:30 Franskir ráðamenn hafa áhyggjur af öryggismálum í kringum ÓL 2024 í París. Getty Samkvæmt skýrslu sem lögð hefur verið fyrir franska þingið þarf að hafa hraðar hendur varðandi öryggisáætlun í kringum Ólympíuleikana sem fara fram í París á næsta ári. Tíðindin berast í skugga hnífsstunguárásar á lestarstöð í borginni í fyrrimorgun. Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september. Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september.
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira