Upplýsingaóreiða er lýðheilsuvandamál Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 12. janúar 2023 10:01 Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun