Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 12:22 Joao Felix leikur í Lundúnum út leiktíðina. Heimasíða Chelsea Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann. Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir) Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira